fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Fréttir

Baldur í basli á Breiðafirði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. júní 2022 11:48

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði, skammt fyrir utan Stykkishólm, í morgun. Til stóð að flytja þá sem voru um borð í ferjunni aftur í land með farþegaskipinu Særúnu rétt fyrir 11 en við það var hætt og þess í stað ákveðið að losa akkeri Baldurs reyna að koma ferjunni til hafnar.

Mbl.is ræddi við Gunnlaug Grettisson, framkvæmdastjóra Sæferða, sem segir að allt virðist vera virka eins og það eigi að virka. Báturinn Björg sé á leiðinni frá Ólafsfirði til að koma til móts við Baldur og ef allt gengur vel munu Björg og Baldur sigla saman til hafnar.

Bilunin kom upp aðeins nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslu gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi.

Um borð eru 102 farþegar, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól.

Gunnlaugur sagði í samtali við Vísi að allir séu sammála um að nýtt skip þurfi í Breiðafjörð. Hann tók þar einnig fram að svo virðist sem að bilunin sé ekki lengur til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“