fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Malbikstöðin stækkar flotann enn frekar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. júní 2022 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malbikstöðin hefur keypt allan flota fyrirtækisins Fljótavíkur ehf. en fyrrnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og lagningu á umhverfisvænu malbiki. Ásamt kaupunum á vörubílaflotanum flyst starfsfólk Fljótavíkur einnig yfir til Malbikstöðvarinnar. Þar með eflist starfsemi fyrirtækisins og styrkist staða þess enn frekar í samkeppni við Reykjavíkurborg og erlent stórfyrirtæki sem hefur látið til sín taka á íslenska malbiksmarkaðnum.

„Fljótavík er öflugt fyrirtæki sem hefur verið í starfsemi í 24 ár og mannauðurinn samanstendur af fólki sem kann sitt fag og býr yfir mikilli reynslu. Ég er verulega ánægður með þetta skref sem við höfum tekið en með því verðum við sterkara fyrirtæki og þar af leiðandi enn samkeppnishæfari á hörðum markaði,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar.

Malbikstöðin er með höfuðstöðvar í Flugumýri í Mosfellsbæ en öll framleiðsla fer fram í malbikstöð fyrirtækisins að Esjumelum í Reykjavík. Hjá Malbikstöðinni starfar fjölbreyttur og reynslumikill hópur fólks en mikil áhersla er lögð á hvetjandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólkið. Það skilar sér í öflugri liðsheild sem vinnur saman að því markmiði að bæta vegi landsins á sem umhverfisvænstan máta.

Ólafur M. Halldórsson, stofnandi Fljótavíkur ehf., segir að hann gangi sáttur frá borði eftir á þriðja tug ára í rekstri fyrirtækisins: „Auðvitað er ljúfsár ákvörðun að hætta störfum en núna er kominn tími á mig og það gerir ákvörðunina auðveldari að starfsemin er komin í hendur Vilhjálms. Malbikstöðin er stöndugt og vel rekið fyrirtæki og veit ég því að starfsfólkið verður áfram í góðum höndum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi