fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þrennt slasaðist á hlaupahjólum í gær

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 06:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi var ökumaður að bakka út úr stæði í Garðabæ. Þá kom 6 ára drengur á hlaupahjóli og lenti á hlið bifreiðarinnar.  Ökumaðurinn þekkti til drengsins og fór með hann til foreldra hans. Þegar lögreglan kom á vettvang voru sjúkraflutningsmenn að hlú að honum ásamt foreldrum hans. Ekki var talin ástæða til að flytja hann á sjúkrahús.

Í Miðborginni lentu tvær 15 ára stúlkur á rafmagnshlaupahjóli í árekstri við bifreið. Þær voru fluttar með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.

Skömmu fyrir miðnætti var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í Miðborginni. Þar er ölvuð kona sögð hafa brotið glas á höfði manns. Konan var handtekin á öðru veitingahúsi, hún var með sár á fingrum og var færð til aðhlynningar á bráðadeild og síðan í fangageymslu. Áverkar þolandans voru minniháttar.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en um ítrekað brot var að ræða hjá viðkomandi.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hjá honum að ræða.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi höfðu lögreglumenn afskipti af 16 ára pilti sem hafði verið að aka fram og til baka í götunni þar sem hann býr. Hann hefur ekki öðlast réttindi til aksturs bifreiðar. Rætt var við móður hans og barnaverndaryfirvöldum send tilkynning um málið.

Í Kópavogi var tilkynnt um þjófnað úr verslun en maður, sem var í annarlegu ástandi, tók tvær samlokur og borðaði fyrir framan starfsfólkið. Hann sagðist ætla að koma í dag og greiða fyrir þær.

Í Árbæ klemmdist hönd manns á milli tjakks og bifreiðar þegar hann var að skipta um dekk. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“