fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
Fréttir

Sigrún gagnrýnir bráðamóttöku Landspítalans – „Átti ég bara að bíða eftir því að hún dæi?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 06:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sigurðardóttir þurfti að fara þrisvar á bráðamóttöku Landspítalans með fárveika 26 ára dóttur sína áður en fallist var á að kanna hvort hún væri með heilahimnubólgu. Sigrún bað ítrekað um að þetta yrði kannað en starfsfólk vildi ekki gera það og greindi dóttur hennar ranglega með mígreni.

Þetta kemur fram í viðtali við Sigrúnu í Morgunblaðinu í dag. Sigrún segir að ekki hafi verið hlustað á hana og að það sé ekki afsökun að mikið álag sé á sjúkrahúsinu en eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu er mikið álag á Landspítalann og er bráðamótttakan þar engin undantekning. Ástandið er svo slæmt að landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað á móttökunni.

Það var 26. maí sem dóttir hennar veiktist með uppköstum og miklum höfuðverk. Farið var með hana á bráðamóttökuna fjórum dögum síðar en þá var höfuðverkurinn svo mikill að hún kastaði ítrekað upp.

Hún gat ekki fengið forgang á móttökunni og ekki var hægt að segja til um hversu lengi hún þyrfti að bíða. Hún treysti sér ekki til að bíða að sögn Sigrúnar og fór heim, fárveik. 2. júní veiktist hún mikið, mikill höfuðverkur og uppköst. „Þegar við komum til hennar lá hún í gólfinu, búin að kasta upp og maðurinn hennar í áfalli,“ segir Sigrún sem hringdi eftir sjúkrabíl.

Þegar á bráðamóttökuna var komið sagði Sigrún við lækni að hún teldi að dóttir hennar væri með heilahimnubólgu en hann taldi ekki miklar líkur á því fyrst hún væri búin að vera veik svona lengi.

Dóttir hennar var send heim næsta morgun eftir að hafa verið greind með mígreni. Ástand hennar batnaði ekki og 9. júní fór Sigrún aftur með hana á bráðamóttökuna. Þá var hún jafn fárveik og áður.

Hún segir að enn hafi læknar ekki hlustað mikið á hana hvað varðar hugmynd hennar um að dóttir hennar væri með heilahimnubólgu. „Það er alveg áhætta af því að taka mænustungu en það er það eina sem virkar til að greina heilahimnubólgu. Átti ég bara að bíða eftir því að hún dæi?“

Að lokum fékkst taugalæknir til að taka mænustungu og var niðurstaðan að dóttir Sigrúnar væri með heilahimnubólgu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns