fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segir að um 20.000 útlendingar berjist í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 08:00

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 20.000 útlendingar berjast í stríðinu í Úkraínu. Þar af eru um 3.000 Bretar. Þetta kom fram í máli Mamuka Mamuashvili, georgísks herforingja, þegar hann ræddi við fréttamenn Sky News.

Mamuashvili er yfirmaður georgísku herdeildarinnar sem lýtur stjórn úkraínska hersins. Í þessari herdeild eru aðallega útlendingar en Mamuashvili stofnaði hana 2014 þegar átök brutust út í austurhluta Úkraínu.

Hann sagði að 70 til 80% af útlendu sjálfboðaliðunum hafi viðkomu í herdeild hans en aðeins 1 af hverjum 10 sé í henni til frambúðar því herdeildin vilji hermenn með reynslu af bardögum. Hinir fara í alþjóðlegu herdeildina.

Bretar eru næstfjölmennastir erlendra sjálfboðaliða sem berjast með Úkraínumönnum eða um 3.000. Aðeins Georgíumenn eru fleiri. Þriðji fjölmennasti hópurinn er frá Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt