fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Heildsalan Lyra hagnaðist vel í heimsfaraldrinum – Selur heilbrigðiskerfinu tæki og efni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 08:00

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur og hagnaður heildsölunnar Lyru, sem selur rannsókna- og greiningartæki og vörur til efnagreininga, margfaldaðist í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Aðalástæðan er að ríkið keypti mikið af heildsölunni án þess að efna til útboðs.

Velta fyrirtækisins á síðasta ári var 4.250 milljónir og hagnaðurinn var 1.954 milljónir. Feðginin sem eiga Lyru ákváðu að greiða sér 750 milljónir í arð. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Lyra er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1991. Það fæst við sölu á rannsókna- og efnagreiningatækjum og rekstrarvörum til efnagreininga. Höskuldur H. Höskuldsson er framkvæmdastjóri og aðaleigandi.

Landspítalinn er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum var ekki efnt til útboðs áður en vörur voru keyptar af Lyru. Undanþágur fengust til að sleppa útboðum vegna ástandsins af völdum heimsfaraldursins.

Spítalinn keypti meðal annars raðgreiningatæki en einnig hvarfefni til greininga á sýnum vegna kórónuveirunnar. Í svörum spítalans til Fréttablaðsins kemur fram að nauðsynlegt hafi þótt að fá þessi tæki og efni því greiningargetan hafi verið sprungin.

Velta Lyru 2016 var 596 milljónir og hagnaðurinn 8 milljónir eftir skatt. En í fyrra var hagnaðurinn 1.954 milljónir eða tæpur helmingur þess sem selt var fyrir.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt