fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hann afhjúpaði nánustu samstarfsmenn Pútíns – Nú vill Pútín ná honum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 06:58

Andrei Soldatov. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Andrei Soldatov er svo sannarlega þyrnir í augum Vladímír Pútíns, forseta, og er nú kominn á lista yfir þá sem rússnesk yfirvöld hafa lýst eftir á alþjóðavettvangi. Helstu ástæðurnar fyrir þessu eru að Soldatov hefur margoft afhjúpað leyndarmál tengd rússneskum leyniþjónustustofnunum og Pútín sjálfum.

Soldatov skýrði frá því á Twitter í síðustu viku að nú sé búið að frysta reikninga hans í rússneskum bönkum og setja nafn hans á lista yfir eftirlýst fólk.

Soldatov er sérfræðingur í málefnum rússneskra leyniþjónustustofnana og einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands. Hann býr þó ekki lengur í Rússlandi.

The Moscow Times, sem er óháður fréttamiðill, segir að Soldatov hafi komist að því að hann sé kominn á lista yfir eftirlýsta Rússa þegar tveir rússneskir bankar skýrðu honum frá því að búið væri að frysta innistæður hans.

Það var að sögn gert 17. mars en hann komst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku.

Þetta kemur honum ekki á óvart því hann og samstarfsfólk hans hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu eftir ýmsar afhjúpanir tengdar Rússlandi. Í samstarfi við Irina Borogan hefur hann meðal annars skýrt frá hreinsunum innan leyniþjónustunnar FSB. Meðal annars handtöku Sergej Beseda, eins æðsta yfirmanns FSB, en hann var settur í gæsluvarðhald í Lefortovofangelsinu.

„Ég gat ekki séð nákvæmlega fyrir hvað myndi gerast en það var ljóst að fyrir FSB var mikilvægt að þessar upplýsingar, um að eitthvað væri að innan FSB, myndu einfaldlega hverfa,“ segir Soldatov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar