fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
Fréttir

Pútín líkir sér við Pétur mikla – Réttlætir stríð og landtöku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júní 2022 06:58

Pútín hefur meðal annars þótt ansi búlduleitur upp á síðkastið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti í gær sýningu sem er helguð Pétri mikla til að minnast þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu hans. Pútín lofsamaði Pétur mikla og líkti sjálfum sér við hann og sagði að þeir eigi það sameiginlegt að hafa tekið aftur land sem tilheyri Rússlandi.

„Pétur mikli háði stóra norðurstríðið í 21 ár. Það mætti halda að hann hafi verið í stríði við Svía, að hann hafi tekið eitthvað frá þeim. Hann tók ekkert frá þeim, hann tók það aftur sem Rússland átti,“ sagði hann að heimsókninni lokinni að sögn The Guardian.

Ummælum hans var sjónvarpað í gær og þar líkti hann hernaði Rússa í Úkraínu við baráttu Péturs mikla. „Svo virðist sem það falli í okkar hlut að taka það sem Rússland á og styrkja landið,“ sagði hann meðal annars.

Pútín hefur margoft reynt að réttlæta hernaðinn í Úkraínu, en hersveitir hans hafa drepið mörg þúsund manns, lagt borgir og bæi í eyði og hrakið milljónir manna á flótta, með því að halda fram þeirri söguskýringu sinni að Úkraína eigi sér enga sögu sjálfstæðis eða þjóðernisvitundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona

Segir að ekkert stríð væri í Úkraínu ef Pútín væri kona
Fréttir
Í gær

Eldur í Dalshrauni

Eldur í Dalshrauni
Fréttir
Í gær

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar

Dularfull pest herjar á Íslendingahótel á Tenerife – Gubbað í matsalnum, í sundlaugina og við lyfturnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar manns

Lögreglan leitar manns