fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

Rússar hafa lokað fyrir gasstreymi til Hollands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 10:00

Gazprom hefur dregið úr flæði gass til ESB. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska gasfyrirtækið Gazprom lokaði í morgun fyrir gasstreymi til Hollands. Ástæðan er að hollenska orkufyrirtækið GasTerra neitar að greiða fyrir gasið með rússneskum rúblum.

Í tilkynningu frá Gazprom segir að lokað hafi verið að fullu fyrir gasstreymið til Hollands vegna þess að greiðsla hafi ekki verið innt af hendi í rúblum.

Hollendingar hafa fengið um 15% af gasi sínu frá Rússlandi en GasTerra segir að málið hafi engin áhrif á orkuöryggi því búið sé að tryggja gas frá öðrum ríkjum í stað þess rússneska.

Gazprom hefur að undanförnu krafist þess að fá greitt í rúblum í stað evra eins og samningar fyrirtækisins um gassölu til Evrópu kveða á um.

Ekki er útilokað að Gazprom loki fyrir gasstreymi til Danmerkur á morgun en danska orkufyrirtækið Ørsted neitar að greiða fyrir gasið með rúblum. Gazprom hefur gefið fyrirtækinu frest út daginn í dag til að skipta um skoðun. Dönsk yfirvöld reikna ekki með að það muni hafa alvarleg áhrif þótt Rússar loki fyrir gasstreymið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Króli skiptir um lið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann

Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt satt um Loga Bergmann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“

Alþýðlegur Bogi ávarpaði Facebookhóp – „Umræðan hér fer ekki framhjá okkur“