fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fréttir

Bensínverð aldrei verið hærra hér á landi – Fer það yfir 400 krónur?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 06:58

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bensínverð náði sögulegu hámarki hér á landi í gær. Dýrast var það í Hrauneyjum, 325 krónur og 80 aurar. Hjá N1 við Hringbraut í Reykjavík kostaði lítrinn tæplega 321 krónu. Lægsta almenna verðið var að jafnaði 312-314 krónur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóra FÍB, að svona hátt hafi verðið aldrei áður verið í krónum og aurum. Hann sagði að FÍB hafi skorað á stjórnvöld að koma til móts við almenning með því að lækka skatta.

En það getur farið svo að bensín verði enn dýrara. Ástæðan er að í nótt náðu leiðtogar ESB-ríkjanna 27 samkomulagi um bann við innflutning á rússneskri olíu og olíuvörum. Bannið nær þó ekki til olíu sem er flutt til ESB eftir olíuleiðslum. Það þýðir að til dæmis Ungverjar geta haldið áfram að kaupa olíu af Rússum en þeir eru mjög háðir rússneskri olíu. Þessi undantekning á banninu er ekki með föst tímamörk en markmiðið er að hægt verði að loka á þessa leið „eins fljótt og unnt er“.

Þjóðverjar og Pólverjar fá einnig olíu frá Rússlandi í gegnum olíuleiðslur en ríkin hafa sjálf ákveðið að banna innflutning á allri rússneskri olíu og á bannið að taka gildi að fullu fyrir árslok. Framkvæmdastjórn ESB segir að þetta þýði að ESB skeri innflutning á rússneskri olíu niður um 90%.

Ursula von der Leyen, formaður Framkvæmdastjórnarinnar, sagði á fréttamannafundi að ákveðið hafi verið að ræða um þau 10% sem út af standa eins fljótt og hægt er. Stór áfangi hafi nú náðst. ESB hafi losað sig við rússnesk kol og nú sé komið að því að losa sig við rússneska olíu.

Samningurinn er enn sem komið er pólitískur og hefur því ekki enn hlotið lagalegt gildi. Í dag verður gengið frá ýmsum smáatriðum í honum og að því loknu verður hægt að samþykkja hann endanlega.  Reiknað er með að það gerist á morgun.

Innflutningsbannið á að taka gildi að fullu átta mánuðum eftir að það hefur verið samþykkt.

Bannið þýðir að nú verða ríki ESB og fleiri Evrópuríki, þar á meðal Ísland, sem fylgja ESB hvað varðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi að útvega sér olíu frá öðrum ríkjum en Rússlandi. Það er ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu því mikil eftirspurn er eftir olíu á heimsvísu. Þetta getur að mati sérfræðinga leitt til þess að verðið hækki enn meira og verði hátt næstu mánuði og að minnsta kosti út árið.

Nú kostar tunnan af olíu um 120 dollara en reikna má með að verðið fari upp í 125 dollara á næstunni vegna banns ESB. Sérfræðingar segja hættu á að verðið fari enn hærra og geti farið upp í allt að 170 dollara á tunnuna ef svörtustu spár rætast. Það þýðir væntanlega að verðið á einum lítra af bensíni fer yfir 400 krónur hér á landi.

Rússar eru meðal stærstu olíuframleiðenda heims og því er töluvert mál að loka fyrir viðskipti við þá og finna aðra seljendur.  Sérfræðingar reikna með að Kínverjar og Indverjar hafi áhuga á að kaup rússneska olíu nú þegar ESB-ríkin snúa sér annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega
Fréttir
Í gær

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki
Fréttir
Í gær

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið
Fréttir
Í gær

Handtekinn í Kringlunni

Handtekinn í Kringlunni