fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fréttir

Styttist í dóm í meiðyrðamáli Ingós Veðurguðs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. maí 2022 16:53

Ingólfur Þórarinsson - Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. maí síðastliðinn var aðalmeðferð í meiðyrðamáli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem gengur undir listamannsnafninu Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Næstkomandi mánudag verða því liðnar  fjórar vikur frá aðalmeðferð. Í 165. gr. laga um meðferð einkamála segir að dóm skuli kveða upp ein fljótt og unnt er eftir að mál hefur verið dómtekið og aldrei síðar en fjórum vikum eftir aðalmeðferð.

Þrátt fyrir þetta hendir oft að dómsuppkvaðning dragist fram yfir þennan fjögurra vikna tímafrest. Samkvæmt heimildum DV hafa lögmenn málsaðila ekki fengið boð um dómsuppkvaðningu. Það þýðir að fremur ólíklegt er að dómur verði kveðinn upp á mánudaginn. Þó getur það komið fyrir að lögmenn fái boð um dómsuppkvaðningu með mjög stuttum fyrirvara.

Sindri Þór Sigríðarson. Mynd: Sigtryggur Ari.

DV fjallaði ítarlega um málið beint úr réttarsal. Meðal annars má lesa um það hér.

Ingó stefndi Sindri fyrir samtals fimm ummæli þar sem Ingó var í öllum tilvikum sakaður um að „ríða börnum“ og með því óheflaða orðalagi Sindra. Sagðist Sindri ekki hafa verið að saka Ingó um lögbrot heldur vekja athygli á þeirri staðreynd að ekki væri ólöglegt á Íslandi að fullorðnir karlmenn hefðu mök við börn á aldrinum 15-17 ára. Ingó harðneitaði því hins vegar fyrir dómi að hafa haft mök við svo ungar stúlkur en var meðal annars tekist á um það fyrir dómi hvort hann hefði stundað slíkt athæfi eða ekki. Skiptar skoðanir voru um trúverðugleika vitnisburðar um þetta efni fyrir héraðsdómi.

Annað mál fyrir norðan

Þann 1. júní næstkomandi verður fyrirtaka í meiðyrðamáli Ingós gegn Silju Björk Björnsdóttur fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri.

Stefnt er fyrir ein ummæli sem Silja lét falla á Twitter í tengslum við umfjöllun um þá yfirlýsingu Haraldar Inga Þorleifssonar, að hann myndi standa straum af mögulegum skaðabótum sem dæmdar kynnu að verða í meiðyrðamálum Ingós. Krefst Ingó þess að eftirfarandi ummæli Silju verði dæmd dauð og ómerk og hún dæmd til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur:

„Okei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga en…erum við ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara?“

Silja segir að ummælin hafi ekki sérstaklega beinst gegn Ingó og hafi verið stafavilla í textanum, orðið barnaníðingur hefði þar átt að standa í þolfalli fleirtölu, „barnaníðinga“. Nánar má lesa um málið hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“