fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sakar Odd Eystein um þjófnað á höfundarverki sínu – „Absolute twat“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískur listamaður, sem gengur undir listamannsnafninu AtomicDNA, sakar Eskfirðinginn Odd Eystein Friðriksson um að hafa stolið listsköpun sinni í samstarfsverkefni við Nóa Siríus. Oddur Eysteinn, sem er betur þekktur undir listamannafni sínu Odee, tók höndum saman við sælgætisrisann og hannaði nýjan Opal-pakka sem seldur er til stuðnings Einstökum börnum. Kanadíski listamaðurinn telur pakkinn  sé hreint ekkert einstakur og að hann hafi verið hlunnfarinn.

Á pakkanum umdeilda má sjá áberandi mynd af karakternum Tali-Zorah-nar-Rayya sem unnendur tölvuleikjaseríunnar Masseffect þekkja. Myndin umrædda, sem nálgast má á einni stærstu listamannasíðu heims – Devianart, er túlkun kanadíska listamannsins á tölvuleikjafígúrunni. Á Instagram-síðu AtomicDNA  þar sem athygli er vakin á málinu kallar hann Eskfirðinginn „absolute twat“.

Í færslu listamannsins á Instagram kemur fram að hann hafi teiknað þessa mynd árið 2014. Þrátt fyrir að málefnið sé gott segist hann vera afar ósáttur við gjörðir Odee sem hafi tekið verk hans traustataki og notað í eigin listsköpun. „Listamannaheimurinn er óvæginn og samkeppnin gríðarleg en það þýðir ekki að það megi taka verk annarra og gera þau að sínum, hvað þá að gera það að ferli sínum,“ skrifar AtomicDNA í Instagram-færslu.

 

 

Tali-Zorah-nar-Rayya í túlkun AtomicDNA
Listaverk Odee á Opal-pakkanum þar sem sjá máverk AtomicDNA

Vísar sá kanadíski væntanlega í það að Odee hefur áður valdið usla útaf sambærilegum málum. Árið 2014 fjallaði Vísir um að honum hefði verið fleygt útaf áðurnefndri síðu – Devianart – fyrir að nýta listsköpun annarra með slíkum hætti en í kjölfarið rigndi yfir hann neikvæðum skilaboðum og hann úthrópaður sem þjófur.

Árið 2016 hótuðu svo teiknarar hjá Marvel og Disney honum öllu illu fyrir sambærilegar sakir en þá hafði Odee nýtt verk þeirra í eigið verk sem var sett upp á flugvellinum á Egilsstöðum á sínum tíma.

Í stuttu samtali við DV segir Odee að hann nenni varla að svara fyrir málið enda hafi hann margsinnis endurtekið sömu tugguna í gegnum árin. „Ég vinn verk í klippimyndastíl sem er viðurkennt listform,“ segir Odee og bendir á að ef höfundavarið vörumerki sé sett í annað samhengi sé um nýtt sjálfstætt listaverk að ræða. Um slíkt séu fjölmörg dæmi, meðal annars verk Andy Warhol og Marcel Duchamp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu