fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fréttir

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 09:00

Flóttamannabúðir í Grikklandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnshafandi kona, hælisleitandi, sem er gengin átta mánuði sleppur við brottvísun að sinni. Hún hefur fengið læknisvottorð um að ekki sé forsvaranlegt að senda hana úr landi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að búið sé að senda gögn um konuna til Útlendingastofnunar og lögreglu. Konan vill sjálf ekki koma fram opinberlega eða í viðtal. Segir Fréttablaðið að reikna megi með að nánustu fjölskyldumeðlimir hennar fái einnig skjól hér á landi, að minnsta kosti tímabundið.

„Já, það hefur tekist að hindra fyrirhugaða brottvísun umbjóðanda okkar sem gengin var átta mánuði á leið. Vottorð fékkst frá lækni þess efnis að ekki væri forsvaranlegt að senda viðkomandi úr landi að teknu tilliti til ástands hennar,“ hefur blaðið eftir Magnúsi Norðdahl lögmanni.

Hart hefur verið deilt á þá fyrirætlun stjórnvalda að senda allt að 300 hælisleitendur úr landi á næstu vikum í kjölfar aukins ferðafrelsis eftir Covid. Meðal annars hefur Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fordæmt brottvísanirnar og Davíð Þór Jónsson, prestur, skóf ekki utan af hlutunum í gær þegar hann sagði að „fasistastjórn VG“ hefði ákveðið að „míga á Barnasáttmála SÞ“ með því að senda fjölda barna úr landi og til Grikklands þar sem þau muni hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti.

Fréttablaðið hefur eftir Magnúsi að ljóst sé að stjórnvöld séu ekki bundin af lögum, hér sé um pólitískt val að ræða. Efnismeðferð sé meginreglan samkvæmt núgildandi lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega

Tekjudagar DV – Meira upp úr því að hafa að gæta hagsmuna stórfyrirtækja en launþega
Fréttir
Í gær

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki
Fréttir
Í gær

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið

Segir útilokað að Rússar geti unnið stríðið
Fréttir
Í gær

Handtekinn í Kringlunni

Handtekinn í Kringlunni