fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Fréttir

Nýtt málverk eftir Þránd vekur athygli – Jón Gunnarsson í nasistabúningi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2022 20:30

Þrándur Þórarinsson og verkið Nábrókar-Bjarni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listmálarinn Þrándur Þórarinsson er þekktur fyrir ögrandi verk sín sem tala inn í nútímann.

Meðal hans frægustu verka eru málverk af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að kyssa hring Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja,annað málverk af Bjarna að klæða sig í nábrók og svo málverkið Klausturfokk sem er af þingmönnunum sex sem sátu við drykkju á kránni Klaustri um árið og níddu skóinn af flestöllum sem til tals komu.

Þrándur er nú búinn að mála nýtt verk þar sem Jón Gunnarsson, ráðherra dómsmála, er íklæddur nasistabúningi. Á myndina er skrifað Inglourious Basterds sem er tilvísun í stríðsmynd eftir Quentin Tarantino sem gerist í Þýskalandi nasismans.

Eins og nýlegar fréttir bera með sér hefur Jón Gunnarsson farið fremstur í flokki fyrir stærstu brottvísun í Íslandssögunni sem felur í sér að tæplega 300 flóttafólki verði vísað úr landi. Hluti fólksins hefur verið hér á landi í yfir tvö ár, myndað fjölskyldu, eignast barn og er í fastri vinnu. Til stendur að meirihluti fólksins fari til Grikklands þar sem flóttafólk býr við ómannúðlegar aðstæður á götunni.

Sjá einnig: Málverk af Bjarna og Þorsteini Má vekur athygli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Felix vænir stjórnendur í sundheiminum um transfóbíu – Segir hatrið „gjörsamlega yfirgengilegt“

Felix vænir stjórnendur í sundheiminum um transfóbíu – Segir hatrið „gjörsamlega yfirgengilegt“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir

Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá Eimskip boðaður í skýrslutöku og samkeppniseftirlitið gerði húsleit í Danmörku

Framkvæmdastjóri hjá Eimskip boðaður í skýrslutöku og samkeppniseftirlitið gerði húsleit í Danmörku
Fréttir
Í gær

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“

Eva kemur Arnari til varnar og gagnrýnir lögmannastéttina – „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega“
Fréttir
Í gær

Breskur herforingi segir að breski herinn verði að undirbúa sig undir stríð í Evrópu

Breskur herforingi segir að breski herinn verði að undirbúa sig undir stríð í Evrópu
Fréttir
Í gær

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns

Segir þetta geta verið næsta skref Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn ölvaður á vespu með 5 ára farþega

Handtekinn ölvaður á vespu með 5 ára farþega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hundur týndur í Hafnarfirði – Hefur þú séð Balto?

Hundur týndur í Hafnarfirði – Hefur þú séð Balto?