fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fréttir

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Waage, tónlistarmaður og aktivisti, hefur undanfarið reynt að vekja athygli á máli tveggja sómalskra kvenna sem vísa á úr landi á næstunni. Gunnar bendir á að skelfilegar aðstæður bíði kvennana í Grikklandi og jafnvel enn verri ef þær verða sendar þaðan til heimalandsins Sómalíu.

Hefur Gunnar gengist fyrir undirskriftasöfnun til að freista þess að telja stjórnvöldum hughvarf.

Í texta söfnunarinnar segir:

„Þær Fatma og Nadifa eru með hræðilega áfallasögu og koma frá landi þar sem einna minnst kvenréttindi gilda. Það á að vera baráttumál okkar allra að leyfa þessum fjöldabrottvísunum dómsmálaráðherra ekki fram að ganga.

Þess ber að geta að eftirfarandi aðstæður þurfa konur og stúlkur að búa við í Sómalíu:

Samkvæmt Sharia lögum er refsiramminn fyrir karla 10 ár fyrir að drepa konu sína, dóttur, systur eða móður. Ef að sýnt þykir fram á að gerandinn hafi verið í miklu ójafnvægi þá kemur það til refsilækkunar. Algengt er að engin refsing liggi við þessu.

Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, karlmenn mega aftur á móti skilja við konur sínar eftir hentisemi. Dæmi eru um barnungar konur sem eru einstæðar mæður og eiginmenn þeirra hafa losað sig við.

Við skilnað færist forsjá yfir börnum yfir til föðurfjölskyldu. Konan missir þá börnin.

Að þessu viðbættu þá stafar íbúum stöðug ógn af hryðjuverkasamtökunum Al-Shabab, en á hverjum degi eiga sér stað aftökur Sharia dómstóla og sprengjuárásir í borginni Mogadishu.“

Guðni forseti afþakkaði fund

Gunnar hefur óskað eftir fundi með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Í tölvupósti baráttumannsins til forsetans segir:

„Ég þarf nauðsynlega að ná fundi með forseta vegna sómalskra kvenna sem nú stendur til að vísa úr landi. Erindið er afar brýnt og þolir enga bið. Virðingarfyllst Gunnar Waage.“

Guðni svaraði pósti Gunnars vinsamlega en benti á að hann gæti ekki beitt sér beint í málinu. Guðni segir:

„Komdu sæll.

 Ég hef ekki bein afskipti af ákvörðunum um stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ég hef átt fundi með fulltrúum samtaka sem láta sig þau mál varða en ég blanda mér ekki með beinum hætti í mál einstaklinga. Ég vísa að öðru leyti til umræðna á Alþingi þar sem ráðherrar hafa meðal annars látið í ljós þá skoðun að athuga þurfi stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Ljóst er að vilji er til þess á þingi að konum í viðkvæmri stöðu verði ekki vísað úr landi.“

Gunnar var ekki ósáttur við svar forsetans og svaraði að bragði:

„Sæll og blessaður,

Kærar þakkir fyrir svarið og það er gott til þess að vita að þú hafir fundað með fulltrúum samtaka sem láta sig málið varða. Það er líka gott að vita að forsetaembættið fylgist vel með stöðu málsins eins og ég sé á svari þínu. Undirskriftasöfnunin gengur ágætlega og mun ég afhenda þér hana þegar henni lýkur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nótt Thorberg ráðin forstöðumaður Grænvangs

Nótt Thorberg ráðin forstöðumaður Grænvangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ekki fermeter laus“ á Suður- og Austurlandi – Skortur á hótelherbergjum í júlí hindrar ferðalög margra

„Ekki fermeter laus“ á Suður- og Austurlandi – Skortur á hótelherbergjum í júlí hindrar ferðalög margra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að hitta son sinn sem tekinn var af henni á Barnaspítalanum fyrr en í október

Fær ekki að hitta son sinn sem tekinn var af henni á Barnaspítalanum fyrr en í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell dæmd í 20 ára fangelsi – Kærastan sem hjálpaði Epstein að finna ungar stúlkur

Ghislaine Maxwell dæmd í 20 ára fangelsi – Kærastan sem hjálpaði Epstein að finna ungar stúlkur