fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Handtekinn fyrir samsæri – Ætlaði að myrða Bush einum og hálfum áratug of seint

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 24. maí 2022 21:02

George W. Bush og Barney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íraki, búsettur  í Columbus í Ohio, var handtekinn í síðustu viku og  á yfir höfði sér alríkisákæru vegna meints samsæris um að myrða fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush.

Fréttastofa CNN greinir frá því að Shihab Ahmed Shihab Shihab hafi verið ákærður fyrir þátt sinn í samsæri um að myrða Bush  auk þess sem hann er ákærður fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni.  Shibab mun hafa reynt að smygla fjórum írökskum ríkisborgurum til Bandaríkjanna með það í huga að taka þátt í morðinu á fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 

Í skjölum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kemur fram að Shibab ók reglulega í gegnum hverfið sem Bush býr í í Dallas til undirbúnings tilræðinu. Sjálfur kom Shibab til Bandaríkjanna í september 2020. 

Alríkislögreglan, FBI, fékk upplýsingar um áætlun Shibab frá uppljóstrara sem meðal annars tók upp fundi sína við Shibab þar sem hann greindi frá áætlun sinni um að myrða Bush. 

Einn af þessum fundum átti sér stað í nóvember síðastliðin þegar að Shibab og uppljóstrarinn voru saman á ferðalagi innan Bandaríkjanna. Sagðist Shibab vilja Bush dauðan þar sem hann bæri ábyrgð á gríðarlegum fjölda látinna landsmanna hans í Íraksstríðinu og hefði Bush gjöreyðilagt fóstujörð hans. Í öðru samtali frá því í janúar nú í ár ár lýsti Shibab sér sem ,,hermanni sem biði eftir fyrirmælum frá leiðtogum sínum í Qatar”.  

Í febrúar bað Shibab svo uppljóstrarann um að aka með sér um hverfið sem Bush býr í til undirbúnings morðinu . Þar tóku þeir upp myndbönd til að átta sig á staðháttum, meðal annars hvernig staðið sé að öryggismálum forsetans fyrrverandi. Þeir heimsóttu einnig  George W. Bush stofnunina, en stofnunin vinnur að því að fylgja stefnumálum forsetans fyrrverandi, meðal annars um kvenfrelsi og heilbrigðismál. Heimsóknin mun hafa verið til að ná gefa uppljóstraranum betri skilning á nauðsyn morðsins. 

Forsetinn fyrrverandi mun þó aldrei hafa verið í hættu og hefur Freddy Ford, starfsmannastjóri hans, gefið út þá yfirlýsingu að Bush hafi fulla trú á leyniþjónusta og löggæsla Bandaríkjanna séu fullfær um að tryggja öryggi hans. 

Shibab situr nú  í gæsluvarðhaldi en það telst vera einstakt að uppgötva samsæri um morð á Bandaríkjaforseta sem hefur fyrir margt löngu yfirgefið forsetastólinn.

Bush yfirgaf hvíta húsið árið 2008. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca