fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fréttir

Kynóða klækjakvendið og kynlífsþrællinn á háaloftinu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 22. maí 2022 22:00

Dolly við réttarhöldin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar að lögregla fékk tilkynningu um að byssuskot hefðu heyrst frá veglegu heimili Fred og Dolly Oesterreich í Kaliforníu árið 1922 hraðaði hún sér á staðinn. Þar fannst Fred látinn á gólfi hjónaherbergisins og bárust óp og köll frá fataskáp nokkrum. Lögreglumenn brutu upp lásinn og fundu þar Dolly konu hans og var hún í miklu uppnámi. Útskýrði hún fyrir lögreglumönnum að brotist hefði verið inn í húsið og hefðu þjófarnir skotið eiginmann hennar en læst hana inni í skápnum.

Dolly og Fred

Lögregla leitaði ræningjanna í nokkurn tíma án árangurs en var þó full grunsemda þar sem litlu sem engu hafði verið stolið. Aftur á móti fannst ekkert sem benti til annars en að Dolly væri að segja sannleikann auk þess sem ekki var unnt að útskýra hvernig hún hefði læst sjálfa sig inni í skáp.

En glæpurinn reyndist öllu furðulegri en nokkurn hefði órað og átti hann sér langa forsögu.

Framhjáhaldið með Otto

Fred átti stóra textílverksmiðju í Milwaukee þar sem Dolly vann og féll Fred fyrir hinni 17 ára lífsglöðu fegurðardís. Þau gengu í hjónaband og var Dolly elskuð af starfsmönnum verksmiðjunnar þar sem hún hafði róandi áhrif á eiginmann sinn sem þótti þungur í skapi og hótaði í sífellu að reka fólk.

Hjónin voru vel efnuð og virtist lífið leika við þau þar til þau misstu einkabarn sitt, tíu ára son. Fóru þau að fjarlægjast í sorg sinni og hafði Fred meiri áhuga á viskíflöskunni en eiginkonu sinni þegar hann kom heim, seint á kvöldin. Dolly rellaði aftur á móti reglulega í manni sínum að lyfta hendi á heimilinu og árið 1913 greip Fred til þess að senda einn af starfsmönnum sínum, Otto Sanhuber, til að gera við saumavél Dollý. Þeim kom svona líka svona makalaust vel saman og áður en varði hófu þau eldheitt ástarsamband. 

Dolly var 33 ára. Otto var 17 ára. 

Háaloftið

En turtildúfunum gekk illa að hittast. Forvitnir nágrannar voru farnir að pískra um heimsóknir unga mannsins sem Dolly kynnti sem hálfbróður sinn. Ekki gleyptu þó allir við þeirri sögu þar sem meint framhjáhald Dolly var vel þekkt. Dolly var einnig dauðhrædd við að hitta kunningja, og kynda þar með undir kjaftasögurnar, þegar hún mælti sér mót við elskhuga sinn á hótelum.

Otto Sanhuber. Myndin er tekin eftir að hann kom af háaloftinu og játaði.

Hún stakk því upp á því að fela Otto á háalofti heimilisins og þótt ótrúlegt megi virðast samþykkti Otto þessa tilhögun. Dolly kom fyrir sængurfatnaði, bókum, lampa, pennum og blöðum. Á daginn sinnti hann hinum ýmsu húsverkum auk þess að brugga áfengi fyrir Dolly en þegar leið að því að Fred kæmi heim fór hann upp í þrengslin á háaloftinu. Þar las hann og skrifaði vísindaskáldskap í algjörri þögn. Dolly póstlagði svo sögurnar til útgefenda í von um prentun sem þó aldrei varð úr.

Fred fannst eitthvað sérkennilegt vera á seyði og hafði ítrekað á orði á að matur hyrfi auk þess sem hann heyrði stundum furðuleg hljóð berast um húsið. Dolly fullvissaði mann sinn aftur á móti um að það væri óttalegt bull og vitleysa, hann væri sennilega ímyndunarveikur. 

Otto átti síðar eftir að lýsa verunni sem svo að hann hefði verið kynlífsþræll Dolly sem hefði neytt hann til ástarleikja allt að átta sinnum á dag. 

Morðið

Árið 1918 flutti Fred höfuðstöðvar verksmiðjunnar til Los Angeles og neitaði Dolly að flytja nema hún fengi sjálf að velja nýtt heimili, án afskipta manns síns. Fred var guðslifandi fegin að losna við fasteignakaupin og lét Dolly um kaupin. Hún valdi hús með stóru háalofti og sendi Otto á undan til að koma sér fyrir. Svo fór að Otto flutti með Oesterreich hjónunum á nýtt háaloft eftir fimm ára veru á því fyrra. 

Árin liðu og alltaf dvaldi Otto á háaloftinu án vitundar Fred.

Dolly í fangelsinu. Til hægri má sjá hús þeirra hjóna og hvar Otto dvaldi.

Í ágúst árið 1922, þegar að ástarþríhyrningurinn hafði staðið í tæpan áratug, heyrði Ottó hávaðarifrildi á milli Dolly og Fred. Otto taldi Dolly í lífshættu, rauk niður af háaloftinu, greip tvær skammbyssur úr náttborðsskúffu Fred og skaut hann þrisvar. Suðu elskendurnir síðan saman söguna um ránið.

Og eins lygilega og það kann að hljóma hélt Otto áfram að búa á háaloftinu næstu átta árin, jafnvel þótt Dolly væri orðin ein í húsinu. Eina breytingin var sú að nú fékk hann ritvél til skriftanna þar sem ekki var hætta á að nokkur heyrði í honum. 

Afbrýðisemin varð Dolly af falli

Dolly fleiri elskhuga, þar á meðal lögmanninn Herman Shapiro, sem hún hafði ráðið þegar lögreglan yfirheyrði hana um ránið. Átti hún reglulega ástafundi á heimilinu og var Otto sagt að hafa hægt um sig á meðan. Herman hafði samt alltaf á tilfinningunni að Dolly hefði eitthvað að fela, ekki síst eftir að hún gaf honum demantsúr sem hún sagði hafa verið stolið í ráninu.

Annar elskhugi Dolly hét Roy Klumb og komst sá að sambandi hennar við lögfræðinginn. Fullur afbrýðisemi hélt hann á fund lögreglu og sagði Dolly hafa beðið sig um að losa sig við byssu rétt eftir morðið á Fred. Vísaði hann lögreglu á felustað byssunnar. Lögregla hóf að kanna málið betur og hafði uppi á nágranna sem viðurkenndi að hafa grafið byssu í garði sínum að beiðni Dolly. Voru þá báðar byssurnar úr náttborðsskúffu Fred fundnar og hafði hann verið skotinn með annarri þeirra.

Dolly var snarlega handtekin. 

Sannleikurinn kemur í ljós

Þegar Dolly sat í gæsluvarðhaldi lét hún kalla til Herman Shapiro og trúði hún honum fyrir því að hálfbróðir sinn væri á háaloftinu á heimili hennar. Sagðist hún hafa áhyggjur af velferð hans og bað Herman að kíkja til hans með matarbita. Herman fór því upp á háaloftið þar sem hann hitti náfölan og horaðan Otto sem sagði lögmanninum alla sólarsöguna.

Auður Dolly var slíkur að hún gat ráðið sér her lögfræðinga

Otto og Dolly voru ákærð fyrir morðið á Fred og trylltust hreinlega dagblöðin sem birtu endalausar fréttir af kynóða klækjakvendinu og kynlífsþrælnum á háaloftinu.

Það varð Otto til happs að morðið var fyrnt fyrir lögum. Honum var því sleppt og breytti hann nafni sínu, flutti til Kanada og giftist. Ekki fer fleiri sögum af Otto eftir það.

Dolly hafði ekki skotið úr byssunni en var ákærð fyrir samsæri en kviðdómur klofnaði í afstöðu sinni og svo fór að Dolly gekk út úr réttarsalnum sem frjáls, og enn sem fyrr, afar auðug kona. Enginn þurfti því að svara til saka fyrir morðið á Fred Oesterreich.

Dolly Oesterreich bjó í Los Angeles þar til hún lést, áttræð að aldri. Hún neitaði alltaf að ræða íbúann á háaloftinu og samband sitt við hann. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“

Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“
Fréttir
Í gær

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimkaup hefur sölu á áfengi

Heimkaup hefur sölu á áfengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum