fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Fréttir

Einn af toppum Microsoft einlægur aðdáandi Arnalds Indriðasonar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. maí 2022 16:44

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Scott Guthrie, aðstoðarframkvæmdastjóri Microsoft Cloud og AI Group, Stefanía G. Halldórsdóttir, formaður stjórnar Almannaróms og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands og íslensk sendinefnd funduðu með Scott Guthrie, aðstoðarframkvæmdastjóri Microsoft Cloud og AI Group, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Seattle í Bandaríkjunum, en meginefni fundarins var að ræða íslensku í afurðum Microsoft. Fyrirtækið hefur sinnt íslenskunni einstaklega vel og má til dæmis nefna að forritið Word og allt viðmót þess er hægt að nota alfarið á íslensku. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, komu til skila miklum þökkum fyrir hönd íslenska stjórnvalda.

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að það hafi komið menningarmálaráðherra skemmtilega á óvart að Guthrie er einlægur aðdáandi rithöfundarins Arnalds Indriðasonar og virtist hafa lesið flestar bækur íslenska metsöluhöfundarins.

„Við lýstum enn frekar yfir miklum áhuga á að leggja þessu verkefni enn frekari lið í gegnum Máltækniverkefni stjórnvalda og Guthrie sagðist sömuleiðis hafa áhuga á enn frekara samstarfi,“ er haft eftir Lilju á vef stjórnarráðsins.

Fyrr um daginn fór fram fundir með tæknisérfræðingum stjórnvalda og sérfræðingum Microsoft. Guthrie sagði það vera markmið Microsoft að heimsbyggðin öll geti átt samskipti óháð tungumálum, sem endurspeglist í samstarfi fyrirtækisins við Almannaróm og íslenskt máltæknisamfélag. Þá greindi hann frá frá nýjustu framförum í máltæknivinnu Microsoft, sem auðveldi enn frekar notkun íslenskrar tungu í lausnum fyrirtækisins.Fundinn sátu einnig Stefanía G. Halldórsdóttir, formaður stjórnar Almannaróms og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms. Slíkt samstarf væri byggt á á máltækni og gervigreind þar sem lögð yrði áhersla á nýsköpun, aukna tæknifærni og jafnari kynjahlutföll í tæknigreinum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Umtiti gæti haldið heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matvælastofnun varar við hættulegu fitubrennsluefni – Hefur valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum

Matvælastofnun varar við hættulegu fitubrennsluefni – Hefur valdið dauðsföllum og alvarlegum eituráhrifum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ekki fermeter laus“ á Suður- og Austurlandi – Skortur á hótelherbergjum í júlí hindrar ferðalög margra

„Ekki fermeter laus“ á Suður- og Austurlandi – Skortur á hótelherbergjum í júlí hindrar ferðalög margra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum