fbpx
Fimmtudagur 30.júní 2022
Fréttir

Haukur gagnrýnir söluþóknanir fasteignasala – 15.000 kr á fermetra og óbreytt vinnuálag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 09:00

Það er dýrt að leigja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaverð er í hæstu hæðum þessa dagana og því mikið til umræðu. Þetta og söluþóknun fasteignasala er umfjöllunarefni Hauks Viðars Alfreðssonar, doktorsnema í hagfræði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann söluþóknanir fasteignasala sem hafa að hans sögn hækkað langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun.

Segir Haukur að nú kosti mun meira að selja húsnæði en fyrir þremur árum. Hækkunin sé langt umfram verðbólgu og almenna launaþróun. Hann segir að meðalsöluþóknun fasteignasala sé 2,2% ef um einkasölu sé að ræða en 2,7% ef um almenna sölu sé að ræða. Ofan á þetta bætist síðan föst gjöld sem seljendur og kaupendur verði að greiða fasteignasölum, að meðaltali 136.500 kr.

Hann segir að meðalkaupverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hafi verið 115,3 milljónir og fjölbýlis 63,6 milljónir. „Af þessu má ráða að meðalheildarsöluþóknun fasteignasala fyrir sölu á eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sé rúmlega 1,5 milljón krónur eða um 15.700 kr. á hvern seldan fermetra! Fyrir sölu á sérbýli er staðan lítið betri, meðalsöluþóknun er um 2,65 milljónir króna sem gera 12.800 kr. á fermetra. Jafnvel ef litið er á landið í heild er söluþóknunin tæplega 14.000 kr. á fermetra í fjölbýli og 10.000 kr. í sérbýli. Athugið að hér er miðað við eignir í einkasölu en ef salan væri almenn væru þessi verð umtalsvert hærri,“ segir hann.

„Hvernig má það vera að söluþóknun til fasteignasala á hverja selda eign sé jöfn útgreiddum mánaðarlaunum forstjóra? Að söluþóknunin sé slík að ef hægt væri að stunda viðskiptin án fasteignasala væru hægt að skipta um öll gólfefni í húsinu og jafnvel innréttingar fyrir sama verð?“ spyr hann síðan.

Hann bendir síðan á að miðað við fréttir að undanförnu þá sé lítið framboð af eignum á markaðnum og því mætti ætla að fasteignasalar myndu keppast um viðskipti með því að bjóða upp á lága söluþóknun. „Hér virðist lögmál hins frjálsa markaðar þó ekki vera á neinni hraðferð að minnsta kosti,“ segir hann síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka

Monica Lewinsky kallar eftir því að níðingarnir verði látnir svara til saka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottuðu undir stýri og bíllinn valt tvo hringi – Vilja koma mikilvægum skilaboðum áleiðis

Dottuðu undir stýri og bíllinn valt tvo hringi – Vilja koma mikilvægum skilaboðum áleiðis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“

Ólga meðal íbúa í Kópavogi vegna ítrekaðra sprenginga – „Eins og bíll hafi keyrt á húsið“