fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fréttir

Rússar hafa í hótunum – Finnland og Svíþjóð geta orðið hernaðarskotmörk

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. maí 2022 17:11

Fáni NATÓ. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til að Finnar og Svíar séu á leið inn í NATÓ. Forseti Finnlands og forsætisráðherra tilkynntu í gær að þau mæli með því að sótt verði um aðild að NATÓ og er reiknað með að hún verði send í næstu viku. Sænska ríkisstjórnin ætlar að taka ákvörðun í málinu í næstu viku en reiknað er með að hún fylgi fordæmi Finna. Rússar hafa ekki tekið þessum fréttum vel og hafa í hótunum.

Sky News segir að talsmenn ráðamanna í Kreml hafi sagt að umsókn Finna um aðild að NATÓ muni „örugglega“ vera ógn við Rússland. Segja Rússar þá ákvörðun Finna að ganga í NATÓ vera „beina ógn“ sem kalli á viðbrögð af hálfu Rússar, bæði „hernaðartæknilega og af öðru tagi“.

Dmitry Polyansky, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í samtali við breska netmiðilinn UnHerd News í gær að ef Finnland og Svíþjóð ganga í NATÓ geti bæði löndin orðið skotmark rússneska hersins.

„Þau (Svíþjóð og Finnland, innsk. blaðamanns) vita að um leið og þau verða aðilar að NATÓ mun það kalla á viðbrögð frá Rússlandi, viðbrögð sem hafa venjulega áhrif á aðildarríki NATÓ. Þetta þýðir að ef hersveitir frá NATÓ verða staðsettar í Finnlandi verða þau svæði hugsanlega skotmark, alveg eins og rússnesk svæði verða skotmark NATÓ,“ sagði hann.

Hann sagði að NATÓ væri óvinur Rússa. Það hafi NATÓ viðurkennt og þetta þýði að skyndilega verði Finnland og Svíþjóð óvinaríki í stað þess að vera hlutlaus ríki. Þau taki sömu áhættu og önnur ríki og þetta hafi efnahagsleg áhrif. „En það er íbúa landanna að ákveða þetta. Þeir voru góðir nágrannar okkar áratugum saman og skyndilega ákváðu þeir að verða hluti af mjög óvinveittum samtökum. Það er þeirra mál. En auðvitað neyðumst við til að taka ákveðin skref á hernaðarsviðinu,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“