fbpx
Þriðjudagur 24.maí 2022
Fréttir

Varar við afleiðingum of mikillar mótspyrnu gegn Pútín – Getur magnað stríðsátökin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 09:00

Pútín gæti orðið enn verri viðureignar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, telur að stríðsrekstur Rússa í Úkraínu gangi illa er hætta á að hann grípi til notkunar kjarnorkuvopna.

Þetta sagði Avril Haines, forstjóri National Intelligence, þegar hún kom fyrir þingnefnd á vegum Bandaríkjaþings í gær.

Hún sagði að stríðið í Úkraínu verði langvarandi og kostnaðarsamt. Hætta sé á að Pútín blási í herlúðra og kalli rússneska herinn út að fullu, taki upp herrétt og ef hann telji að gangur stríðsins sé honum í óhag og það muni stefna stöðu hans í forsetaembættinu í hættu, muni hann beita kjarnorkuvopnum.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Haines hafi sagt að ef Pútín túlki hugsanlegan ósigur í Úkraínu sem ógn við tilvist stjórnar hans geti hann, samkvæmt rússneskum hernaðaráætlunum, gripið til þess að beita kjarnorkuvopnum. Skipti þá engu máli þótt sú ógn sem sé talin steðja að Rússlandi sé eingöngu tilkomin vegna hefðbundinna vopna.

Hún lagði áherslu á að umheiminum verði væntanlega gert viðvart um notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu töluvert áður en til þess kæmi. „Það er margt sem Vladímír Pútín getur gert í tengslum við stigmögnun stríðsins, áður en hann grípur til kjarnorkuvopna. Hann mun væntanlega veifa kjarnorkuvopnaógninni enn meira en fram að þessu áður en hann grípur til aðgerða,“ sagði Haines og bætti við að slíkt gæti Pútín gefið til kynna með stórri rússneskri heræfingu þar sem kafbátar, búnir kjarnorkuvopnum, sprengjuflugvélar og færanlegar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn, komi við sögu.

Samkvæmt því mati sem Haines og Scott Berrier, yfirmaður leyniþjónustu hersins, lögðu fyrir þingnefndina þá standa Úkraínumenn frammi fyrir langvarandi stríði. Bæði ríki telji sig geta náð árangri á hernaðarsviðinu og ekki sé að sjá að samningaleiðin sé fær eins og er.

Upplýsingar bandarískra leyniþjónustustofnana benda til að markmið Pútíns sé að ná Luhansk og Donetsk og koma upp öryggissvæði í kringum héruðin til að tryggja að Krímskagin sé landtengdur við Rússland og hugsanlega að tryggja að Rússar ráði yfir samfelldu landsvæði allt til uppreisnarsvæðisins Transnistríu í Moldóvíu.

Haines sagði að Rússar geti ekki náð undir sig landi allt til Transnistríu, þar á meðal hafnarborginni Odesa, án þess að til fullrar herkvaðningar rússneska hersins komi, þar með talið að kalla varaliðshermenn til starfa.

Pútín er einnig sagður vilja halda yfirráðum yfir Kherson til að tryggja aðgang Krím að vatni en Rússar hertóku Krímskaga 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið. Allt frá þeim tíma hafa lífskjör íbúa Krímskaga hríðversnað sem og staða umhverfismála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“