fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Þórður Már kominn með ógeð af Costco – „Ég er ítrekað búinn að lenda í þessu“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 14:18

Þórður Már er kominn með nóg af því að versla í Costco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Már Jónsson lögmaður fór í verslunina Costco fyrir nokkrum dögum ásamt dóttur sinni. Þórður segir frá færslunni í Facebook-færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en þar segist hann vera kominn með ógeð af Costco eftir ferðina.

„Ég er löngu búinn að sjá hversu stórhættulegt er að versla þar ef maður passar sig ekki. Það eru mjög margar vörur þar sem eru rándýrar, mikið dýrari en annars staðar, fyrir utan að maður þarf að kaupa mjög mikið magn. Leggjum svo árgjaldið ofan á. Þetta var flott í byrjun en seig hratt á ógæfuhliðina,“ segir hann.

Í færslunni tekur Þórður dæmi um hvernig verðið getur verið hærra í Costco þrátt fyrir að hlutir séu keyptir í meira magni. „Eitt af fjölmörgum dæmum sem ég hef séð er þetta: Að kaupa 5 Doritos poka á 1.229 krónur, sem gerir 246 krónur stk. En ef maður kaupir sama snakk í stykkjatali í Krónunni greiðir maður 196 kr. stk. Maður þarf sem sagt að greiða Costco aukalegar 50 kr. stk. fyrir að fá að kaupa í miklu magni og 250 kr. í heildina,“ segir hann.

„Einu sinni hélt ég að þetta væri öfugt, að maður fengi mun betri verð fyrir magnkaup en ekki öfugt. En svona er þetta með mjög margar vörur í Costco. Er kominn með ógeð af Costco og nenni þeim ekki lengur.“

„Ég er ítrekað búinn að lenda í þessu“

Þórður útskýrði mál sitt nánar í samtali við Vísi en hann segist oft hafa lent í því að versla í Costco og uppgötva það síðan seinna að vörurnar hafi verið dýrari þrátt fyrir að hafa verið keyptar í magni.

„Ég er ítrekað búinn að lenda í þessu. Þetta byrjaði mjög fljótlega. Ég er búinn að gera mörg mistökin þarna inni, kaupandi haugana af alls kyns mat og sjá svo eftir á að margt af því sem ég keypti er ég að greiða meira per einingu en ef ég hefði keypt það annars staðar,“ segir Þórður í samtali við Vísi.

Þá nefnir Þórður fleiri dæmi um vörur sem eru dýrari í Costco en í öðrum verslunum þrátt fyrir að þar séu þær keyptar í magni. Hann nefnir til dæmis kókossafa, frosnar matvörur og ber. „Þetta er svoleiðis rándýrt og miklu dýrara en annars staðar. En maður fær auðvitað að kaupa svo stóra poka. Það einhvern veginn réttlætir mun hærra kílóverð?!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“