fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fjölga kúlunum í Lottóinu og hækka verðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem fram kemur í Samráðsgátt stjórnvalda þá vill Íslensk getspá, sem rekur meðal annars Lottó, fjölga tölunum í leiknum úr 40 í 42. Mun þá þurfa 5 réttar tölur af 42 til að vinna fyrsta vinning. Einnig vill fyrirtækið hækka verð á hverri röð úr 130 krónum í 150 krónur. Einnig vill fyrirtækið bæta einum vinningsflokki við en hann verður þrjár réttar tölur og bónustala.

Morgunblaðið hefur eftir Stefáni Konráðssyni, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, að fyrirtækið hafi farið mjög hægt í breytingar á „lottómatrixunni eða kúlufjöldanum“. Síðast hafi þessu verið breytt 2008 en þá var kúlunum fjölgað úr 38 í 40. „Þá voru Íslendingar 315 þúsund en nú eru þeir um 370 þúsund. Við bara eltum íbúafjöldann,“ er haft eftir Stefáni.

Hann sagði að síðast hafi verðið verið hækkað 2013 en miðað við vísitöluverð ætti röðin að kosta um 170 krónur núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala