fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sverrir gjörtapaði máli sínu gegn Sindra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. apríl 2022 22:37

Sverrir Einar Eiríksson (t.v.) og Sindri Þór Hilmars- Sigríðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er Sverrir. Sverrir var svo pirripú þegar ég benti á að hann væri að elta, áreita og niðurlægja konur á internetinu að hann stefndi mér fyrir meiðyrði. Núna skuldar Sverrir mér 900k,“ skrifar Sindri Þór Sigríðarson á Twitter en tilefnið er dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í meiðyrðamáli Sverris Einars Eiríkssonar gegn honum. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Sverris og Sverrir þarf að greiða honum 900 þúsund krónur í málskostnað.

Málið spratt upp úr deilum á Twitter í september síðastliðnum. Tekist var á um afar umdeilda Facebook-færslu lögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar um málefni knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar og árás hans á Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur á skemmtistaðnum B5. Málið var afar umdeilt og var tekist harkalega á um það á samfélagsmiðlum.

Sverrir blandaði sér af miklum móð í umræðurnar og elti nokkrar konur sem meðlimir í baráttuhópnum Öfgar á samfélagsmiðlum auk þess senda þeim einkaskilaboð. Sindra blöskraði framganga Sverris og ritaði um hann eftirfarandi ummæli sem Sverrir stefndi honum fyrir:

„Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“

„Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“

Sverrir hélt því fram ummælin væru ekki bara gildisdómar heldur fælu í sér ásakanir um ólöglegt athæfi. Væri þau gildisdómar væru þau engu að síður særandi og ærumeiðandi.

Sindri Þór. Mynd: Anton Brink

Sverrir viðhafði sjálfur gróf ummæli

Þegar dómur Héraðsdóms í málinu er lesinn, en hann má sjá hér, vaknar sú tilfinning að Sverrir hafi aldrei átt möguleika með málatilbúnaði sínum. Dómurinn hafnar því til dæmis með öllu að ummæli Sverris hafi farið í sér fullyrðingar um saknæmt athæfi því augljóslega hafi Sindri verið í ummælum sínum að vísa til framgöngu Sverris á netinu.

Ennfremur tilfærir dómurinn ummæli Sverris sjálfs í þessum umræðum sem teljast nokkuð gróf:

„E nú vil ég ekki vera dónalegur en eftir að hafa séð mynd af þér og vinkonum þínum gætuð þið líklegast stofnað svona kvenkyns Incel sellu, bara svona vinsamleg ábending, ég er alls ekki að segja að þið séuð ljótar og óframbærilegar, bara samt einhver svona kvenkyns incel fílingur.“

„Engin dæmi? Strákar þið eruð í landsliðinu af vesalingum og lygalaupum, ef þið haldið að þið komist upp í til þeirra með því að vera sniðugir er það misskilningur. Ég hef samt skilning á því að menn sem hafa veri lagðir í einelti eins og þú og B fáið út úr honum á netinu.“

„En því miður fyrir þig þá sjá konur við svona, þær sjá að þú ert ofbeldisfullur vesalingur og það er ólíklegt að þetta vesæla lúabragð heppnist, ekki nema einhver sé mjög örvæntingarfull, greyið hún þá !“

Sverrir Einar Eiríksson, lengst til vinstri, ásamt lögmönnum sínum í dómsal.

Má skilja á dómnum að Sverrir hafi sjálfur boðið upp á þau viðbrögð sem hann fékk hjá Sindra.

Sem fyrr segir var Sindri sýknaður af kröfum Sverris og Sverrir þarf að greiða honum 900 þúsund krónur í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi