fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Gagnrýnir sektir Neytendastofu á Cromwell Rugs – Segir þær vera í hrópandi ósamræmi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 09:00

Cromwell Rugs hefur meðal annars auglýst í Morgunblaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur lagt tvær sektir á fyrirtækið Cromwell Rugs, sem hefur selt persneskar mottur hér á landi, á síðustu mánuðum. Önnur sektin er upp á fjórar milljónir og hin upp á eina milljón. Ingvar S. Birgisson, lögmaður Cromwell Rugs, segir sektarupphæðirnar í hrópandi ósamræmi við aðrar sektir sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtæki.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þessar tvær sektir séu með þeim allra hæstu sem Neytendastofa hefur lagt á.

Morgunblaðið hefur eftir Ingvari að honum og umbjóðanda hans finnist undarlegt að hærri sektir séu lagðar á Cromwell Rus, sem selur mottur sem séu svo sannarlega ekki skaðlegar neytendum, en til dæmis fyrirtæki sem flytur inn nikótínvökva, sem inniheldur ólöglegt magn nikótóns, í rafrettur. Hann benti á að miðgildi sekta Neytendastofu síðasta árið sé 50.000 krónur og að á síðustu þremur árum hafi engin sekt verið hærri en 750.000 krónur.

Cromwell Rugs hefur kært fyrri sektina, sem er upp á fjórar milljónir, til áfrýjunarnefndar neytendamála. Farið er fram á að hún verði felld úr gildi og til vara að hún verði lækkuð.

Ingvar benti á að hafa þurfi í huga að almenn regla íslensks stjórnsýsluréttar sé að gæta eigi jafnræðis í ákvörðunum sem stjórnvöld taka. Taka þurfi sambærilegar ákvarðanir í sambærilegum málum og að það megi velta fyrir sér hvort það hafi verið gert í þessum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna