fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Dagmar tilkynnt að nauðgunarmálið hafi verið fellt niður 1001 degi seinna – „En ég gerði nóg og gerði allt eins og átti að gera“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 16:27

Dagmar Rós. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmar Rós Svövudóttir steig fram í þættinum Eigin konur í lok síðasta árs og greindi frá því að hafa tvívegis orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Í seinna skiptið var henni nauðgað af nánum fjölskylduvini, í brúðkaupi hans. Hún kærði manninn og í kjölfarið kærðu tvær aðrar konur hann einnig fyrir kynferðisbrot.

Sjá einnig:  Dagmar Rós var nauðgað í brúðkaupi gerandans – Svo er eins og einhver grimmd kemur yfir hann.

Í dag greinir hún síðan frá fréttum sem hún fékk í gær og hafa valdið henni mikilli vanlíðan. Búið er að fella málið niður, 1001 degi eftir að hún kærði manninn fyrir nauðgun.

„Í 1001 dag er ég búin að ganga í gegnum allan tilfinningaskalann.

Ég er búin að vera reið, sár, hrædd, kvíðinn, döpur en á sama tíma náði ég er rífa mig upp og verða að sterkari manneskju og hef aldrei verið á betri stað.

En við þetta eina símtal þá brotnaði eitthvað inní mér, því mér leið eins og kerfið hafi brugðist mér, að ég hafi ekki gert nóg og að mér væri ekki trúað.

En ég gerði nóg og gerði allt eins og átti að gera en niðurstaða var eins og í 80 % kynferðisbrota mála.“

Þetta skrifar Dagmar í Facebookhópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hún gaf DV góðfúslega leyfi til að vitna í færsluna.

Hún segir málið hafa verið fellt niður því samkvæmt réttarkerfinu hafi þetta verið „orð gegn orði þótt önnur gögn hafi verið til staðar,“ segir hún og gagnrýnir að það sé gerandinn sem fái að njóta vafans.

Dagmar fær mikinn stuðning í kommentum og þar ítrekað að niðurfelling máls eða sýkna þýði ekki að viðkomandi sé saklaus.

„Það gerir sér þetta enginn til gamans, að kæra svona“

Í viðtalinu í þættinum Eigin konur sagði hún frá því að hún hafi byrjað að vinna úr fyrra áfallinu í byrjun 2019. Í júlí sama ár verður hún aftur fyrir kynferðisofbeldi, í þetta skipti af hálfu manns sem var mjög náinn fjölskyldunni.

„Fyrsta sem ég hugsaði [eftir ofbeldið] var ég ætla að þegja, það er auðveldast. Ég er vinkona konunnar hans, maðurinn minn og hann eru bestu vinir, dætur okkar eru bestu vinkonur. Öll þessi tengsl út um allt, ég hugsaði að það væri langbest að þegja,“ viðurkennir Dagmar.

En hún ákvað að segja frá. Fleiri konur stigu fram gegn sama manni í kjölfarið en áttu þær þá að hafa tekið sig saman og voru sagðar „geðveikar.“ Dagmar var í veikindaleyfi frá vinnu þegar þetta gerðist og nýtti maðurinn sér það til að segja hana klikkaða. Í heildina voru þær þrjár sem kærðu sama manninn fyrir kynferðisofbeldi. Tvær kærur hafa verið felldar niður.

„Það gerir sér þetta enginn til gamans, að kæra svona. Þetta er ekkert grín. Nú er komið tvö og hálft ár og ég var loksins að fá niðurstöðu núna. Þetta er bilun. Og að fá gögnin, ég held ég hafi aldrei verið jafn reið á ævi minni og þegar ég fór í gegnum þessi gögn. Þegar ég lagði fram kæru fannst mér hlutirnir gerast frekar hratt til að byrja með og lögfræðingnum mínum fannst það líka,“ segir hún.

„En þetta fer svo ekki fyrr en ári seinna til ákærusviðs. Þetta var bara ofan í skúffu.“

Nú, þremur mánuðum eftir að hún var í þessu viðtali, fær hún þær fréttir að málið hafi verið fellt niður.

Dagmar Rós var nauðgað í brúðkaupi gerandans – „Svo er eins og einhver grimmd kemur yfir hann“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”