fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Úkraínsk móðir deilir sorglegri mynd – Þess vegna skrifaði hún á bak dóttur sinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 07:00

Myndin af Vira sem Sasha birti á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tæpum sex vikum hafa margar myndir af hryllingi stríðsins verið birtar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum. Lík á götum úti, sundurtætt hús og fólk sem hefur leitað skjóls í neðanjarðarbyrgjum undan sprengjuárásum.

Á samfélagsmiðlum hafa margir almennir borgarar birt myndir af þeim hörmungum sem þeir upplifa og lífi sínu í hringiðu stríðsins. Meðal þeirra Úkraínubúa sem hafa birt myndir á samfélagsmiðlum er Sasha Makoviy.

Hún birti nýlega færslu á Instagram og sagðist hafa verið að fara í gegnum myndirnar í síma sínum. Þá hafi mynd af fjögurra ára dóttur hennar, Vira, verið þar á meðal. Þessa mynd birtir hún síðan með færslunni en myndin var tekin í upphafi stríðsins.

„Það er erfitt að skoða myndirnar. Líf okkar var svo dásamlegt,“ skrifaði hún og bætti síðan við: „Á þessari mynd sést bakið á Vira á fyrsta degi stríðsins. Ég skrifaði skjálfhent á það. Af hverju, spyrð þú kannski? Þú veist kannski nú þegar hvernig það er að vakna við ærandi sprengingar sem heyrast í margra kílómetra fjarlægð. Ég skalf alltaf mikið á fyrstu klukkustund dagsins, eins og þú gerðir örugglega líka. Ég skrifaði á Vira ef svo færi að eitthvað kæmi fyrir okkur og hún myndi lifa af og einhver taka hana með sér.“

Á bak Vira skrifaði hún upplýsingar um fæðingardag hennar, nafn og fleira.

Mæðgurnar eru nú komnar á öruggan stað en það breytir því ekki að Sasha gengur enn um með lítinn miða í vasanum en á hann eru skrifaðar persónuupplýsingar eins og þær sem hún skrifaði á bak Vira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“