fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Smári: „Þetta er ríkisstjórn óligarka og arðræningja, Þetta er ríkisstjórn þjófa“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. apríl 2022 12:11

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ekki ríkisstjórn almennings, ekki ríkisstjórn þjóðarinnar.

Þetta er ríkisstjórn óligarka og arðræningja, Þetta er ríkisstjórn þjófa.“

Þessi orð lét Gunnar Smári Egilsson falla í ræðu sem hann hélt á Austurvelli í gær þar sem framkvæmd við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka var mótmælt. Ræðan er nú aðgengileg í heild sinni á Visir.is

Í ræðunni telur Gunnar Smári upp fjölda fólks með vafasamar tengingar en var hluti af þeim handvöldu sem fengu að kaupa hlut í Íslandsbanka á undirverði.

Gegn vilja meirihluta þjóðarinnar

„Þetta er semsagt ríkisstjórn Þórðar Más Jóhannessonar sem braut gegn Vitalíu Lazarevu í heita pottinum.

Þetta er semsagt ríkisstjórn Jakob Valgeirs Flosasonar sem fékk tugi milljarða afskrifaða svo hann gæti haldið áfram að auðgast af auðlind þjóðarinnar.

Þetta er semsagt ríkisstjórn Karl Wernerssonar sem færði eignir sínar yfir á kornungan son sinn til að forða þeim frá uppgjöri við lánardrottna.

Þetta er semsagt ríkisstjórn Guðbjargar Matthíasdóttur í Eyjum sem heldur Davíð Oddssyni uppi svo hann geti mært Trump og ráðist að öllu fólki sem berst fyrir hagsmuni almennings.

Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í þetta fólk og því boðið að kaupa hlut með miklum afslætti svo það gæti orðið enn ríkara. Svo almenningur yrði enn fátækari.“

Skrifaði undir mannkostalýsingar á barnaníðingum

Og hann tekur pabba Bjarna Benediktsssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sérstaklega fyrir.

„Þetta er semsagt ríkisstjórn Benedikts Sveinssonar og Engeyinga.

Manns sem skrifaði undir mannkostalýsingar á barnaníðingum, sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að fela fyrir fáeinum árum. Þá voru hagsmunir pabba Bjarna Benediktssonar teknir fram yfir rétt almennings á að vita hvernig samfélaginu er stjórnað.

Ríkisstjórn Engeyjarættarinnar sem hefur auðgast af pólitískum völdum sínum í meira en hundrað ár, meðal upphaflegra óligarkar Íslands sem hafa notað pólitísk áhrif til auðgast á kostnað á almennings.

Ættar sem hefur átt formann Sjálfstæðisflokksins til skiptist við Thorsara og H. Ben-ættina. Ætt sem er í dag ríkasti hluti Kolkrabbans sem drottnað yfir Íslandi í bráðum hundrað ár með vanhelgum spillingartengslum viðskipta og stjórnmála.

Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Benedikt Sveinsson, ríkasta Engeyinginn og pabba fjármálaráðherrans sem gætir hagsmua ættarinnar, og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti.“

Ræðan í heild sinni er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga