fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Gísli Hauksson, kenndur við Gamma, ákærður fyrir heimilisofbeldi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 05:17

Gísli Hauksson, einn stofnanda GAMMA, var sakfelldur fyrir heimilisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson, athafnamaður sem oft er kenndur við Gamma, hefur verið ákræður fyrir brot í nánu sambandi. Hann er ákærður fyrir að hafa veist að þáverandi sambýliskonu sinni, á heimili þeirra í Reykjavík, og beitt hana ofbeldi. Þetta gerðist í maí 2020.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í ákærunni sé Gísla gefið að sök að hafa tekið konuna kverkataki, skellt henni utan í vegg og þrengt að hálsi hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og hafi fallið í gólfið.

Þegar konan hörfaði inn í herbergi er Gísli sagður hafa farið á eftir henni og gripið ítrekað um handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Þetta hafði þær afleiðingar að hún tognaði og hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk fjölda yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg.

Allt að sex ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi.

Konan krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.

Gísli er annar stofnenda Gamma Capital Management. Hann hætti störfum hjá félaginu 2018. Hann átti 30% hlut í félaginu þegar Kvika banki keypti það fyrir 2,4 milljarða sumarið 2018.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“