fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Þetta eru ekki hermenn risaveldis – Þetta eru ringluð börn sem hafa verið notuð“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 05:54

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í nótt en ávarpaði var birt á samskiptavefnum Telegram. Hann sagði að hvar sem Rússar fari muni verða gert út af við þá. Þeir muni ekki upplifa rólega tíma í Úkraínu, þeir muni verða matarlausir, þeir muni ekki eiga eina rólega stund.

Hann sagði að það eina sem þeir muni fá frá Úkraínumönnum sé mótspyrna. Hörð mótspyrna. „Svo mikil mótspyrna að þeir munu að eilífu muna að við gefum ekki eftir það sem við eigum, þeir munu muna hvað föðurlandsstríð er. Já, fyrir okkur Úkraínumenn er þetta föðurlandsstríð. Við vitum hvernig föðurlandsstríð hefjast og við vitum hvernig þau enda fyrir innrásarliðið,“ sagði hann meðal annars.

Hann sagði að úkraínski herinn geri allt sem í hans valdi stendur til að sigra innrásarherinn: „Tæplega 9.000 Rússar hafa verið drepnir á einni viku. Í Nikolaevsk neyðast þeir til að nota tugi þyrlna til að sækja særða og fallna – 19 og 20 ára gamla. Hvað hafa þeir upplifað annað í lífinu en þessa innrás? En meirihluti þeirra er skilinn eftir á dreif hér og þar.“

Hann sagði að Úkraínumenn vilji ekki að landið verði þakið dánum hermönnum: „Farið heim. Með allan herinn ykkar. Segið herforingjunum ykkar að þið viljið lifa. Að þið viljið ekki deyja, heldur lifa. Við verðum að stöðva þetta stríð og koma á friði eins fljótt og unnt er.“

„„Þetta eru ekki hermenn risaveldis – Þetta eru ringluð börn sem hafa verið notuð,“ sagði hann síðan að lokum og bætti við: „Farið heim með þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga