fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fannst ömurlegt að uppgötva hvað Pútín á marga fylgjendur á Íslandi – „Segja má þeir hafi óvart lesið sig til fasisma“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. mars 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason, rithöfundur, segir það ömurlegt að sjá hversu marga fylgjendur forseti Rússlands, Vladimir Pútín, á marga fylgjendur hér á landi og veltir því upp hvort Íslendingar geti ekki tekið einarða afstöðu gegn Pútín og stríðinu án þess að þurfa að flækja málin.

Hann ritar um þetta á Facebook.

„Ömurlegt að uppgötva hvað Pútín á marga fylgjendur hér á landi,“ skrifar Hallgrímur.

Heilaþvegnir Moskvudindlar

Hann rekur að réttlætingar fyrir innrásinni hafi meðal annars verið þær að þar ríki spilling og eiginlega segir að gestir hafi mætt í viðtöl á Útvarp Sögu og reynt að réttlæta Pútín með að hann hafi hreinlega verið mataður á falsfréttum og til þess megi rekja innrásina.

Rússabissnessmenn réttlæta innrásina með því að það sé svo mikil spilling í Ukraínu (!), heilaþvegnir Moskvudindlar mæta á Útvarp Sögu til að afsaka Pútín með því að greyið hafi verið matað á falsfréttum (!), ráðsettir prófessorar pósta endalausum, „málið er flóknari en það virðist“ rugli á Facebook, sem allir Ömmar Íslands deila svo í gríð og erg. Davíð Oddsson skrifar síðan svo moðvolgan leiðara „gegn“ stríðinu í dag (sem borinn er í hvert hús) að skot á Biden (fyrir mismæli) verður aðalatriðið.“

Grátlegt

Hallgrími virðist sem að margir hafi náð að flækja málin mikið fyrir sér. Sósíalistaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni og grátlegt sé að sjá þar í flokki menn sem eru sammála Davíð Oddssyni og skoðanabræðrum hans hægra megin í stjórnmálum landsins.

„Grátlegt að sjá ysta vinstrið vera nánast á sömu línu og DOhægrið. Og grátlegt að sjá margan góðan manninn hafa tekist að flækja málin svo fyrir sér að segja má þeir hafi óvart lesið sig til fasisma.“

Huga um líf sitt og limi

Hallgrímur er nýkomin frá Eystrasaltslöndunum og segir umræðuna þar skýra.

„Þar eru málin ekkert flóknari en þetta: Líklegt að Pútín taki Litháen næst og eina von þjóðarinnar felst í aðild að Nató. Og af því ég heyri strax antiNató kommentin koma, þá eru Litháar alls ekki að afsaka illgjörðir Natóveldanna gegnum tíðina, þegar þeir kalla á Nató sér til varnar, þeir eru einfaldlega að hugsa um líf sitt og limi.“

Veltir Hallgrímur fyrir sér hvort Íslendingar geti ekki tekið afstöðu gegn Pútín og stríðinu án þess að þurfa að flækja málin svona.

„Getum við ekki aðeins reynt að brýna okkur og tekið einarða afstöðu gegn Pútín og stríðinu án þess að þurfa að flækja málin?

Sjálfsagt heyrðust þessar raddir líka veturinn ’39 til ’40, að við þyrftum að skilja aðdraganda þess að Hitler færi inn í Pólland — „þú hefur ekki kynnt þér Versalasamninginn!“ — og málið væri flóknara en það virðist og bla bla bla. Sagan dæmir slíkan málflutning hart.“

Einótt smámenni

Hallgrímur telur að Pútín sé núna að reyna að tryggja stað sinn í sögu heimsins. Á meðan sé fólk handtekið í Rússlandi fyrir það eitt að klæðast röngum litum eða að vera hundur á röngum stað á röngum tíma.

Pútín er einótt smámenni sem nálgast nú ellidóm sinn og fer því að huga að eigin stöðu í sögu hins mikla Rússlands: Hann þarf að gera eitthvað stórt til að tryggja sinn sess og sinn ódauðleika. Um slíkan hégóma snýst þetta kannski allt saman. „Gáum að því.“

PS. Í gær var vinkona kunningjakonu í Moskvu handtekin fyrir að vera í gulum buxum og bláum skóm. Í sömu aðgerð var hundur settur í gæsluvarðhald fyrir að mótmæla stríðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat