fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Brynja er nýr markaðsstjóri Orkunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 3. mars 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Guðjónsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Orkunnar og hóf störf á dögunum.

Hún kemur til Orkunnar frá Krónunni þar sem hún starfaði í markaðs og umhverfismálum. Brynja er með bakkalárgráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningu er haft eftir Jóhönnu Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Orkunnar:

„Það er frábært að fá Brynju í Orkuliðið. Við erum á fleygiferð að byggja upp fjölbreytt vörumerki sem og dótturfélög Orkunnar með áherslu á að einfalda líf viðskiptavina okkar á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Þekking og reynsla Brynju smellpassar inn í vegferðina okkar.”

Orkan rekur í dag sjötíu sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti sem og tvær fyrir vetni og eina fyrir metan. Eins rekur Orkan verslanir í eigin nafni, 10-11 og Extra. Dótturfélög Orkunnar eru Löður, Lyfjaval, Gló og Íslenska Vetnisfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“