fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

Skotmaðurinn í Miðvangi ósakhæfur – Segir bílstjóra hafa ögrað sér með því að beina bílljósum inn í íbúðina sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. desember var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness dómur yfir manni sem skaut á bíla út um glugga íbúðar sinnar í Miðvangi í Hafnarfirði síðasta sumar. Maðurinn skaut á tvo bíla, annar var mannlaus en feðgar voru í hinum bílnum sem sluppu ómeiddir. Faðirinn var að fara með son sinn á leikskólann Víðivelli þegar skotið var á bíllinn.

Umsátur sérsveitar var um blokkina í Miðvangi fram eftir degi, eða allt þar til maðurinn gaf sig fram við lögreglu.

Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Svona er skotrárásinni á fegðana lýst í ákæru:

„Fór fyrra skotið í gegnum afturhlera bifreiðarinnar og stöðvaðist í baki farþegasætisins, hægra megin, þar sem drengurinn B stóð, en seinna skotið fór ofarlega í vinstri afturhurð bifreiðarinnar, á samskeytum hurðar og rúðu, og stöðvaðist þar í hurðarfalsinu, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og rigndi glerbrotum yfir A sem sat í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar.“

Sagði réttlætanlegt að skjóta á fólk

Ljóst er af matsgerðum geðlæknis sem greint er frá í dómnum að hinn ákærði er haldinn miklum ranghugmyndum. Geðlæknirinn tók fimm viðtöl við manninn. Tvö fyrstu viðtölin voru tekin sama dag og árásin átti sér stað. Í texta dómsins segir:

„Í báðum viðtölunum kom fram hjá ákærða að hann hafi talið sig stafa ógn af bifreiðum. Í fyrra viðtalinu sagði hann að bifreiðar væru í gangi á nóttunni til að ógna honum og það hafi orðið sérstaklega slæmt þegar mafían hafi farið að lýsa bílljósum inn til hans. Þá sagði ákærði að bifreiðar hafi haldið fyrir honum vöku að undanförnu. Þá taldi ákærði einnig að myndavélar væru að fylgjast með honum vegna þess hver afi hans væri. Í seinna viðtalinu kvaðst ákærði ekki hafa átt annan kost en að skjóta úr rifflinum vegna þeirrar ógnar sem honum hafi stafað af bifreiðum. Hann sagði það réttlætanlegt að skjóta að fólki í ákveðnum aðstæðum og taldi sig hafa verið í fullum rétti að gera það þar sem lífi hans og ættingja hans hafi verið ógnað.“

Maðurinn sagði jafnframt að bílstjórar hafi ögrað honum með því að beina bílljósum inn í íbúð hans á öllum tímum sólarhrings. Hann iðrast ekki gjörða sinna en sagðist ekki hafa verið að reyna að skaða fólk enda hafi hann miðað á mælaborðið í bílunum sem hann skaut á.

Sem fyrr segir var maðurinn úrskurðaður ósakhæfur og er hann því sýkn saka. Honum er hins vegar gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni
Fréttir
Í gær

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur