fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Myndband sem sýnir ferðamenn hunsa rauða viðvörun í Reynisfjöru og leggja líf sitt í hættu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. desember 2022 14:58

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögumaðurinn Christina, sem starfar hjá Nice Travel á Íslandi, birti sláandi myndband á Instagram fyrir stuttu sem sýnir ferðamenn hunsa rauða viðvörun frá nýja viðvörunarkerfinu í Reynisfjöru og leggja líf sitt í hættu. Meðal þeirra voru nýgift hjón í brúðkaupsklæðunum.


Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðastliðin sjö ár og hefur það vakið háværa umræðu um að grípa þurfi til stórtækari aðgerða.

Þrátt fyrir skýrar merkingar hafa einnig komið upp lífshættulegar aðstæður. Í sumar varð banaslys í fjörunni og daginn eftir lenti þýsk fjölskylda í stórhættulegum aðstæðum þegar alda hrifsaði hana með sér. Sem betur fer endaði þetta ekki verr en með týndum myndavélum og hvekktum ferðamönnum.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, skipaði starfshóp um Reynisfjöru í janúar og átti hópurinn meðal annars að meta hvort loka ætti ferðamannastaðnum vegna hættunnar.

Eins og fyrr segir hafa merkingar verið virtar að vettugi undanfarin ár og var því ákveðið að grípa til harðari ráðstafanna. Í nóvember var greint frá því að uppsetning viðvörunarkerfis við fjöruna væri á lokastigi.

Nýtt merkingarkerfi, Vegrún, var hannað til að samræma merkingar, bæta upplifun ferðamanna og öryggi á ferðamannastöðum. Að sögn Skarphéðins Bergs Steinarssonar, ferðamálastjóra, er tilgangur Vegrúnar að benda skýrt á að í fjörunni leynist hætta.

„Hvort að þetta nái til allra eða hvort allir munu fara eftir þessu og taka þessi skilaboð til sín, það er annað mál. Við erum að gera eins vel eins og við getum að koma þessum skilaboðum á framfæri við ferðamenn sem fara þarna um þennan stað,“ sagði hann við RÚV í lok nóvember.

En eins og myndbandið hér að ofan sýnir fara ekki allir eftir kerfinu, en rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson var búinn að sjá það fyrir.

„Það verða alltaf til kjánar og jafnvel fávitar sem virða ekki viðvörunarmerkingar,“ skrifaði hann á Facebook í júní.  „Sumir verða kjánar, eða fávitar alla ævi, og verða þá bara að taka afleiðingum gjörða sinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“