fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Vinátta vinnufélaga breyttist í martröð – Eltihrelldi konuna í gegnum bland.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. desember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm og verið dæmdur til að greiða 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa ofsótt konu sem hann taldi skulda sér kynlíf.

Maðurinn hafði í hótunum við konuna í gegnum vefsíðuna bland.is og einnig með tölvupóstum og textaskilaboðum.

Forsagan er sú að konan og maðurinn voru vinnufélagar og tókst vinskapur með þeim. Samskiptin þróuðust út í daður sem konunni fór að þykja óþægilegt, sérstaklega eftir að hún komst að því að maðurinn ætti eiginkonu og börn. Sleit hún samskiptum við manninn vorið 2020.

Um ári síðar hóf maðurinn að ofsækja konuna. Vildi hann fá hana til að bæta fyrir meint svik sem voru á þá leið að hún hefði lofað honum kynlífi en ekki staðið við það. Í sumum skilaboðunum hét maðurinn því að láta konuna í friði ef hún uppfyllti meint loforð og hefði mök við hann.

Konan kærði manninn fyrir ofsóknirnar til lögreglunnar á Suðurnesjum haustið 2021. Óskaði hún eftir nálgunarbanni á hann. Úr varð að maðurinn samþykkti að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann hefði ekkert samband við konuna í 12 mánuði. Aðeins tíu dögum eftir undirritun yfirlýsingarinnar setti maðurinn sig hins vegar í samband við konuna aftur.

Sem fyrr segir taldi maðurinn konuna hafa lofað sér kynlífi og skrifaði hann m.a. í einum tölvupósti til hennar:

„Þetta var alveg harð lofað og harð ákveðið og útilokað að skifta bara um skoðun þetta voru fullkomin svik.“

Í öðrum tölvupóstum sagði hann m.a. að konan ætti eftir að sjá eftir því að hafa svikið hann.

Það var mat dómara í málinu að skilaboð mannsins til konunnar hafi verið til þess fallin að valda henni kvíða og hræðslu og þau hafi jafnframt brotið gegn friðhelgi hennar.

Var maðurinn dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Vesturbænum

Líkamsárás í Vesturbænum
Fréttir
Í gær

Stjúpfaðir í felum

Stjúpfaðir í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“

Þeir eru augu úkraínska hersins við víglínurnar og fyrir aftan þær – „Það er mikið mannfall hjá okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð