fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Fréttir

Stuðningur geðlæknis við Pétur Örn veldur ólgu – „Hún var orðin lögráða (16 ára) og lögríða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. desember 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að þögnin sem hjúpað hefur tónlistarmanninn vinsæla Pétur Örn Guðmundsson undanfarna mánuði hafi verið rofin með miklum hvelli fyrir og um helgina. Facebook hefur logað eftir að Pétur steig fram á fimmtudagskvöld og kvartaði yfir fjandsamlegum, nafnlausum skilaboðum sem hann fékk send.

Pétur dró sig í hlé eftir ásakanir söngkonunar Elísabetar Ormslev snemma á árinu. Pétur og Elísabet hófu leynilegt ástarsamband er hún var 16 ára og hann 38 ára og var mikill valdamunur í sambandinu, eins og gefur að líta. Pétur hefur síðan verið sakaður um að eltihrella Elísabetu löngu eftir að þau slitu sambandinu og raunar alveg fram á daginn í dag. Elísabet sakaði um Pétur um að fylgjast með henni fyrir utan heimili hennar í febrúar og varð það til þess að hún steig fram með upplýsingar um samband þeirra og samskipti.

Margir hafa látið ummæli falla um mál Péturs um helgina og sitt sýnist hverjum. Meðal ummæla sem hafa valdið ólgu eru skrif geðlæknisins Sæmundar Haraldssonar. Sæmundur var giftur föðursystur Péturs, en hún er látin. Sæmundur skrifaði þetta undir færslu Péturs á Facebook:

„Í fyrsta lagi fyrirfinnst engin kæra um ofbeldi i samskiptum Péturs og Elísabetar og hún var orðin lögráða (16 ára) og lögríða (samræðisaldur á Islandi er 15 ára, fyrir þann aldur er um pedofiliu að ræða). Hún var mjög ung þegar þau kynntust og hann fulltiða poppstjarna, hún ómótuð grúppía. Ég er fullviss um að þau Pétur hafi átt margar unaðsstundir saman þau 10 ár, sem þau voru saman, en svo fór að hann hitti aðra konu og hún hitti mann. Ásrsjúkur Pétur vildi nu ná tali af henni (stalking) klaufalega. Eftir einhliða yfirlysingu Elísabetar sem virðist sprottin úr hugmyndafræði metoo um að skila skömminni, þá er Pétur fordæmdur, missir lifsviðurværið og alls konar folk blindað af hatri virðist helst kalla yfir hann þjáningar og dauða. Og þar er ofbeldið enn þá grofara, ég er ekki viss um að miskunnarlaus ofbeldishefnigirni sé það sem Elisabet vill. Það er þung byrði að bera að hata aðra og vilja þeim allt illt.“

Þess skal getið að Sæmundur hefur breytt textanum og tekið út orðið „lögríða“ sem margir töldu afar ósmekklegt. Engu síður fá skrif geðlæknisins mjög harða gagnrýni og hann er sakaður um að leggja blessun sína yfir kynferðismök harðfullorðinna karlmanna við stúlkur undir 18 ára aldri. „Mig skortir orð yfir Sæmund…..dettur ykkur eitthvað í hug?“ segir til dæmis einn hneykslaður netverji.

Færslu Péturs frá því á fimmtudagskvöld og mjög líflegar umræður undir henni má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna