fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kveðja Steðja með Steðjakveðja úr íslenskum hampi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2022 11:00

mynd/Borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um árabil hafa á þriðja tug íslensk brugghús fært íslenskum bjóráhugamönnum hinar ýmsu nýjungar. Nýverið bauðst þó íslenskum bjóráhugamönnum eitthvað sem ekki hefur fengist áður: Íslenskur bjór, unnin úr íslenskum hampi.

Bjórinn Steðjakveðja er nýársbjór sem fáanlegur er í takmörkuðu upplagi í Vínbúðum. Bjórinn er samstarfsverkefni brugghúsanna Borg og Steðja en hið síðarnefnda lagði upp laupana fyrr á árinu. Bjórinn, að sögn höfunda, er einhverskonar „þjóðlegur snúningur á amerískri austurstandar humlasprengju, er heil 9% alkóhól af rúmmáli og meðal annars bruggaður úr íslenskum hampi.“

mynd/Borg

„Við brugguðum bjórinn meðal annars úr umtalsverðu magni af hampi frá Flúðum. Það var alltaf á teikniborðinu að nýta hamp þar sem Steðji tók svolítið á skarið með slíka þróun hér heima og við áttum alltaf eftir að prufa þetta. Það var því ákveðið að gera stóra útgáfu af honum, sem Double IPA sem væri eins mikið „dank” eða sem næst lykt af marijuana eins og við kæmumst. Hampurinn leikur þar sennilega takmarkað hlutverk en við nýttum gríðarlega mikið magn af humlinum Simcoe sem hefur svipaða eiginleika hvað varðar lykt – en það er skemmtilegt að segja frá því að hampplantan og humlaplantan eru talsvert skyldar,“ segir Halldór Darri Guðjónsson, bruggmeistari Brugghússins Borg.

Steðji ruddi veginn

„Það er vaninn hjá okkur undanfarin ár að gefa út áramóta- eða nýársbjóra í sambruggi með öðrum íslenskum brugghúsum,“ útskýrir Halldór. „Þetta árið ákváðum við að heyra í Steðjamönnum sem lokuðu brugghúsinu fyrr á árinu og seldu brugggræjurnar en þeir höfðu aldrei bruggað sambrugg áður og okkur fannst vanta frá þeim einhverskonar lokaorð. Steðji voru brautryðjendur á vissan hátt og það er mikil eftirsjá af þeim. Þeir fóru ótróðnar slóðir með þorrabjórinn Hval sem bruggaður var með hvalseistum eins og frægt er og voru einnig fyrsta brugghús landsins til að selja bjór sinn á netinu – en þeir keyrðu sendibíl hringinn í kringum landið oftar en einu sinni til þess eins og að koma bjórnum sínum beint í hendur viðskiptavina. Eins og verið hefur í fréttum undanfarið tók yfirvaldið einnig slag við þá sökum þessa og lauk þeim dansi nú rétt fyrir jól þegar Lögreglan á Vesturlandi felldi niður málið gegn Steðja.“

mynd/Borg

„Dósina myndskreytti Páll Ivan frá Eiðum. Hann er með annan fótinn í Borgarnesi og nýtti leiktækin á Bjössaróló sem „inspó“ fyrir listaverkið sem prýðir dósina. Viðtökur hafa verið afar góðar og mjög gaman að geta sagt takk og bless við Steðja með þessum hætti!“ segir Halldór að lokum.

Bjórinn er, sem fyrr sagði, fáanlegur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, og er, eftir því sem blaðamaður kemst næst, eini íslenski hampbruggaði bjórinn sem hið opinbera selur í sínum verslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“