fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Fréttir

Héraðsdómur vísaði Ivermectin-máli Guðmundar Karls gegn Lyfjastofnun frá dómi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. desember 2022 15:49

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að vísa máli Guðmundar Karls Snæbjörnsson, sérfræðings í heimilislækningum, gegn Lyfjastofnun frá dómi. Þetta kemur fram í úrskurði dómstólsins sem birtur var á heimasíðu hans fyrir stundu.

Synjað fjórum sinnum

Guðmundur Karl höfðaði málið gegn Lyfjastofnun í mars á þessu ári en hann freistaði þess að fá úrskurð heilbrigðisráðuneytisins,  um bann við að ávísa ormalyfinu Ivermectin til Covid-sjúklinga, felldan úr gildi.

Í úrskurðinum kemur fram að Guðmundur Karl hafi fjórum sinnum um mitt ár 2021 óskað eftir leyfi til að framvísa Ivermectin-lyfinu í 3 mf töfluformi til skjólstæðinga sem meðhöndlun gegn Covid-19 sjúkdómnum og í öll skiptin verið synjað um það.

Ávísaði sjálfum sér lyfinu

Áður hafði Guðmundur Karl ávísað sjálfum sér lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómnum.

Lyfjastofnun veitti Guðmundir Karli ekki leyfi fyrir því að ávísa Ivermectin meðal annars á þeim grundvelli að það sé aðeins samþykkt sem meðferð gegn þráðormasýkingu í meltingarvegi, sem meðferð vegna forlirfa í blóði og vegna kláðamaurs. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti þann úrskurð og því höfðaði Guðmundur Karl málið.

Ítarlegan dóm málsins geta lesendur kynnt sér hér en ákvörðun dómstólsins var að vísa málinu frá dómi sem og að fella niður málskostnað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tæmdi útstillingu Guðbrands tvisvar með sama grjótinu – Sýknaður af fyrri tilraun

Tæmdi útstillingu Guðbrands tvisvar með sama grjótinu – Sýknaður af fyrri tilraun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að íbúðaverð muni lækka

Segir að íbúðaverð muni lækka
Fréttir
Í gær

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“

Eygló býr á skjálftasvæðinu í Gaziantep – „Átta ég mig á að eitthvað mikið er í gangi og frekar mikið panik“
Fréttir
Í gær

Helga barðist við eldinn á meðan sonur hennar hringdi í Neyðarlínuna – „Þetta var hræðileg lífsreynsla“

Helga barðist við eldinn á meðan sonur hennar hringdi í Neyðarlínuna – „Þetta var hræðileg lífsreynsla“
Fréttir
Í gær

Segir að næstu sex mánuðir verði „afgerandi“ í stríðinu í Úkraínu

Segir að næstu sex mánuðir verði „afgerandi“ í stríðinu í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar séu nú farnir að fá kvenfanga til herþjónustu

Segja að Rússar séu nú farnir að fá kvenfanga til herþjónustu