fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Kona sem áminnt var fyrir sérkennilegan frágang á líki tapaði máli sínu fyrir Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. desember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag sýknudóm Héraðdóms Norðurlands eystra yfir Akureyrarbæ í máli sem fyrrverandi hjúkrunarfræðingur á Öldrunarheimilinu Hlíð höfðaði gegn bæjarfélaginu.

Konan taldi að áminning sem hún fékk í starfi hefði ekki verið réttmæt. Krafðist hún þess að áminningin yrði felld úr gildi og að henni yrðu greiddar fimm milljónir króna í miskabætur

Nokkuð bar á því að samstarfsfólk og yfirmenn teldu konuna ekki vanda sig nægilega í starfi. Komu upp mistök í lyfjagjöfum hjá henni, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við ruglingsleg skrif og skilaboð í lyfjabækur. Hún var ennfremur vænd um óstundvísi og vanrækslu.

Þetta var árið 2015 og á þeim tíma var ákveðið að fara með mál hjúkrunarfræðingsins í leiðbeiningarferli, sem hún tók vel. En hún var engu að síður ekki talin hafa bætt ráð sitt og árið 2016 var hún áminnt. Fékk hún tækifæri til að svara ávirðingunum skriflega, sem hún gerði. Í kjölfarið fékk hún skriflega áminningu.

Meðal ávirðinganna á hendur hjúkrunarfræðingnum voru sérkennilegur frágangur á líki. Þeirri aðfinnslu svaraði hún með eftirfarandi orðum: „Mér var ekki sagt að ég þyrfti að ganga frá líki eins og aðrir í vinnunni gera það. Ég gerði þetta af góðum hug í anda þess látna. Ég hef gengið frá mörgum líkum eftir það og engar kvartanir borist –frekar hrós.“

Þá var konan ennfremur sökuð um að hafa gleymt að gefa sykursýkissjúklingi insúlín-sprautu og ýmislegt fleira.

Konan taldi að aðfinnslurnar væru þess eðlis að þær hefðu ekki kallað á áminningu, þær væru ýmist ósannar eða atvikin hæglega útskýranleg og sum einfaldlega léttvæg. Þá sagði hún að ekkert tillit hefði verið tekið til skriflegra svara hennar sem útskýrðu tilvikin sem um ræddi. Sagði hún að andmælaréttur hennar hefði í raun verið að engu hafður þó að hún hafi fengið að svara fyrir sig skriflega, því ekkert mark hefði verið tekið á svörum hennar. Einnig taldi konan að Öldrunarheimilið Hlíð hefði ekki haft umboð til að veita sér áminningu heldur hefði það átt að koma í hlut Akureyrarbæjar.

Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst ekki á neinar röksemdir hjúkrunarfræðingsins og var Akureyrarbær sýknaður af öllum kröfum hennar.

Landsréttur hefur núna staðfest þá niðurstöðu og segir meðal annars í dómnum:

„Af gögnum málsins, þar á meðal af áminningarbréfi framkvæmdastjóra öldrunarheimila stefnda, verður ráðið að grundvöllur áminningarinnar hafi verið almennur vandi en ekki einstakt afmarkað tilvik þótt nefnd hafi verið þrjú tilvik sem talin voru alvarlegust.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“