Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Davíð Nikulássyni sem sakfelldur var fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps.
Atvikið átti sér stað í lok október árið 2020 en Davíð hjó þá ítrekað til manns með exi með 8 cm löngu blaði, í höfuð og búk mannsins, sem hlaut skurð frá miðju enni að hársrót, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum og fleiri árverka.
Davíð var auk þess ákærður fyrir vopnalagabrot en hann hafði undir höndum hníf með 17 cm blaði og annan með 13,5 cm blaði.
Mennirnir tveir voru að drekka saman inni í herbergi sem Davíð bjó í þegar Davíð tók að ásaka brotaþolann um að hafa stolið frá sér lyfjum og var það tilefni árásarinnar. Sagði brotaþolinn að Davíð hefði slegið sig með exinni „eins og böðull“.
Í héraðdsómi var Davíð dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir árásina og til að greiða brotaþolanum 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Landsréttur þyngdi dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi og hækkaði miskabæturnar upp í 2 milljónir króna.