fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Bólusetti“ 8.600 sjúklinga með saltvatni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Frieslandi í norðvesturhluta Þýskalands hefur dæmt kvenkyns hjúkrunarfræðing á fertugsaldri í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bólusetja 8.600 manns með saltvatni í stað Covid-19 bóluefnis. Hjúkrunarfræðingurinn, sem var harðlega á móti bóluefninum, sagði skjólstæðingum sínum að um BioNTech Pfizer-bóluefnið væri að ræða og blekkti þar með þúsundir manna.

Skjólstæðingar hjúkrunafræðingsins voru aðallega starfsmenn í heilbrigðiskerfinu og kennarar sem náð höfðu sjötugsaldri. Hinar meintu bólusetningar áttu sér stað í mars og apríl 2021 en blekkingar hjúkrunarfræðingsins þýddi að fólkið var varnarlaust fyrir veirunni skæðu.

Konan hafði það hlutverk að undirbúa sprauturnar og gat því óáreitt sett saltvatn í stað bóluefnisins. Að endingu sá samstarfsmaður til hennar að nota saltvatnslausnina við að bólusetja sex sjúklinga og þar með komst upp um starfsmanninn.

Fyrst hélt hjúkrunarfræðingurinn því fram að um einstakt tilvik væri að ræða. Hún hefði eyðilagt bóluefni sem sjúklingarnir höfðu átt að fá og hafi ákveðið að nota saltvatnið því hún skammaðist sín fyrir klaufaskapinn.

Þegar yfirvöld fóru að kanna málið frekar og rannsaka þá sem að konan hafði bólusett kom í ljós að enginn þeirra var með vörn fyrir sjúkdómnum. Þá fundust fjölmargar færslur á samfélagsmiðlum þar sem hjúkrunarfræðingurinn lýsti skömm sinni á bólusetningunum.

Hjúkrunarfræðingurinn fékk þó aðeins dóm fyrir þessi sex tilvik sem vitni var að en að auki var hún svipt réttindum sínum til að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Þá hafa yfirvöld hvatt öll þau sem voru blekkt af konunni til þess að koma í bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“