Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, að frá 1. mars til 1. september hafi samtökin gefið 7.000 matargjafir. Hún sagðist telja mun meiri þörf fyrir aðstoð nú en í fyrra.
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sagði að 1.500 fjölskyldur hafi fengið styrk fyrir síðustu jól og að fjöldinn verði örugglega ekki minni í ár.
Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, sagði að um 1.500 heimili hafi fengið aðstoð í fyrra og verði hátt í 2.000 að þessu sinni. Hún sagði að jólaúthlutunin muni kosta 45-50 milljónir en nefndin fékk 750.000 krónur í styrk frá ríkinu en ekkert frá Reykjavíkurborg.
Það sama á við hjá Fjölskylduhjálp Íslands, þar fékkst styrkur upp á 750.000 krónur frá ríkinu en ekkert frá borginni.