fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Reikna með að met verði slegið í úthlutunum hjálparsamtaka í desember

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 09:00

Beðið eftir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund fjölskyldur og einstaklingar fá aðstoð frá hjálparsamtökum fyrir þessi jól og er reiknað með að úthlutanir slái öll met að þessu sinni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar Íslands, að frá 1. mars til 1. september hafi samtökin gefið 7.000 matargjafir. Hún sagðist telja mun meiri þörf fyrir aðstoð nú en í fyrra.

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, sagði að 1.500 fjölskyldur hafi fengið styrk fyrir síðustu jól og að fjöldinn verði örugglega ekki minni í ár.

Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, sagði að um 1.500 heimili hafi fengið aðstoð í fyrra og verði hátt í 2.000 að þessu sinni. Hún sagði að jólaúthlutunin muni kosta 45-50 milljónir en nefndin fékk 750.000 krónur í styrk frá ríkinu en ekkert frá Reykjavíkurborg.

Það sama á við hjá Fjölskylduhjálp Íslands, þar fékkst styrkur upp á 750.000 krónur frá ríkinu en ekkert frá borginni.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks