fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Maður reyndi að nýta sér neyð einstæðrar móður fyrir jólin – „Hélt þú værir bara á þeim stað sem þú gerðir allt fyrir aur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2022 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skjáskotum sem birt voru á samfélagsmiðlinum í Twitter í dag má sjá samskipti einstæðrar móður við mann sem hafði samband við hana eftir að hún óskaði eftir mataraðstoð. Í skilaboðunum frá manninum má sjá að hann virðist hafa viljað fá kynferðislegan greiða frá móðurinni í skiptum fyrir að gefa henni pening.

Móðirin hafði óskað eftir því að fólk myndi leggja inn á kort frá matvöruversluninni Bónus sem hún á. Þannig gæti hún keypt sér mat og þau sem leggja inn á það geta verið viss um að peningurinn sé bara að fara í vörur sem hægt er að kaupa í Bónus. Þessi svokölluðu Bónuskort hafa verið algeng sjón á samfélagsmiðlinum Facebook í færslum þar sem fólk óskar eftir fjárhagsaðstoð.

Maðurinn sem hafði samband við móðurina segir í fyrstu skilaboðunum að hann geti líka lagt pening bara beint inn á bankareikninginn hennar. Móðirin svarar skilaboðunum og spyr: „Er það?“

Þá segir maðurinn að konan ætti að bíða með að þakka sér, þetta væri ekki frítt en að hann væri tilbúinn að gefa henni 35 þúsund krónur. Móðirin svarar þessum skilaboðum einfaldlega með: „Ha?“

Í kjölfarið spyr maðurinn: „Vantar þig kannski ekki pening?“

Móðirin spyr þá til baka hvað maðurinn sé að meina og hann spyr hvort hún vilji bara að fólk leggji inn á Bónuskortið. „Viltu svara mér hvað það er sem ég þarf að gera fyrir þetta?“ spyr móðirin svo og maðurinn segir við því: „Ekkert afsakið óánægjuna. Sorry. Þetta var bara tilboð.“

„Tilboð? Þú gafst mér aldrei neitt tilboð,“ segir móðirin. „Sýnist þú ekki alveg tilbúin í það. Eða hvað?“ spyr maðurinn þá. „Hvað ertu að biðja um? Þú áttar þig á að þú ert að senda einstæðri móður sem er að biðja um aðstoð.“

Eftir það svarar maðurinn og gerir þá nokkuð skýrt hvað hann hafði í hyggju: „Já ok. Hélt þú værir bara á þeim stað sem þú gerðir allt fyrir aur. Hvað þá 35 þúsund.“

Það er óhætt að segja að skjáskotin af þessum samskiptum hafi vakið töluverða reiði meðal netverja. „Þetta er viðbjóðslegt, að nýta sér neyð einstæðrar móður,“ segir til að mynda í einni athugasemd við skjáskotin. „Djöfulsins fokking ógeð,“ segir í annarri. „Helvítis creep,“ segir svo í enn annarri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við