Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram.
Búnaður og uppskera ræktunar voru haldlögð og einn aðili handtekinn. Hinum handtekna var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að tilgreina umfang efna og máls að svo stöddu.