fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Heimilisofbeldi á Akureyri – Þriggja ára drengur grét sárt og var stjarfur af hræðslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 11:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. nóvember síðastliðinn var maður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot, vegna árásar á barnsmóður sína á heimili hennar á Akureyri laugardaginn 13. mars árið 2021.

Réðst maðurinn á konuna fyrir framan þriggja ára gamlan son þeirra sem grét hástöfum vegna árásarinnar og var stjarfur af hræðslu þegar lögregla kom á vettvang og fjarlægði manninn. Drengurinn reyndi að koma móður sinni til hjálpar í árásinni en ofbeldinu er lýst svo í ákæru:

„…ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu Y, kt. […], á heimili hennar/þeirra að […] á Akureyri og klipið hana ítrekað í líkamann, en eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess sem ákærði beit í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana, en þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra Z, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn.

Afleiðingar þessa fyrir brotaþola voru þær að hún hlaut bólgu ofan við hægri augabrún og fyrir ofan vinstri augabrún, auma bólgubletti aftan til á hnakka hægra
megin, klórför framanvert á hálsi hægra megin, 1 cm sár ofan við vinstra viðbein, dreifð þreifieymsli í háls- og herðavöðvum, sár og klórför á vinstra brjósti, klórför á
neðanverðum kvið, þreifieymsli og roðasvæði hægra megin á mjóbaki, klórfar vinstra megin á mjóbaki og eymsli eftir hryggsúlu upp eftir öllu baki, mar við vinstri
olnboga og bitför og bólga á baugfingri og löngutöng hægri handar.“

Maðurinn var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þarf hann að greiða rúma eina og hálfa milljón króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar áætlanir til um björgun ef skemmtiferðaskip lendir í vanda hér við land

Engar áætlanir til um björgun ef skemmtiferðaskip lendir í vanda hér við land
Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns