fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi heimsmeistarinn Karpov fannst illa slasaður fyrir utan þinghús Moskvu – Hefnd Pútíns eða slys?

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 18:30

Anatolíj Karpov, þingmaður og fyrrum heimsmeistari í skák

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anatolíj Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fannst í októberlok illa farinn fyrir framan þinghúsið í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrstu fréttir voru á þá leið að að hinn heimsþekkti skákmaður, sem nú er þingmaður í Rússlandi, hefði orðið fyrir einhverskonar árás og lægi meðvitundarlaus milli heims og helju á gjörgæslu ytra. Sögusagnir fóru fljótt af stað um að „árásin“ á Karpov hefði tengst því að hann hefði opinberlega lýst yfir vonbrigðum sínum með stríðið í Úkraínu í viðtali við sjónvarpsstöð í Kasakstan og þá einlægu ósk sína að friður myndi komast á enda ætti hann marga vini í landinu

Breski miðillinn Daily Mail upp  segja upp frétt þar sem Karpov var talinn upp í hópi rússneskra ráðamanna sem hefðu orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum og jafnvel látið lífið eftir að hafa gagnrýnt stríðsbröltið.

Aðrar sögur voru einnig á kreiki um að Karpov hefði verið ofurölvi þegar hann fannst, væri höfuðkúpubrotinn og að mögulega hefði verið um óheppilegt slys að ræða. Enn aðrar sögðu að ekkert amaði að meistaranum og hann væri í góðu yfirlæti á heimili sínu.

Meðfærilegur kerfispiltur

Anatolíj Karpov, sem er 71 árs gamall,  er í hópi bestu skákmanna sögunnar. Hann varð heimsmeistari í skák árið 1975 eftir að Bandaríkjamaðurinn, og síðar Íslendingurinn, Bobby Fischer ákvað að verja ekki titil sinn gegn honum í einvígi. Þrátt fyrir að fá titilinn án baráttu sannaði Karpov síðar mátt sinn og megin með því að sýna yfirburði sína á helstu skákmótum heims næstu ár og var óumdeildur heimsmeistari þar til Gary nokkur Kasparov kom fram á sjónarsviðið tæpum áratug síðar.

Karpov vann síðan áskoranda sinn, Viktor Korchnoi, í dramatísku einvígi um heimsmeistaratitilinn í Baguio í Filippseyjum árið 1978 og síðan aftur, en þá með yfirburðum,  í Merano á Ítalíu árið 1981.

Karpov var í miklu uppáhaldi hjá ráðamönnum í Sovétríkjunum enda meðfærilegur kerfispiltur. Það var því mikil pressa á honum að knésetja landráðamanninn Korchnoi sem flúið hafði til Hollands árið 1976 en flutt tveimur áður síðar til Sviss þar sem hann gerðist ríkisborgari. Það próf stóðst Karpov með naumindum en pakkaði svo þjóðaróvininn þremur árum síðar, Kreml til mikillar ánægju.

Karpov hefur verið yfirlýstur stuðningsmaður Vladimir Pútín.

Karpov hefur því alltaf verið í miklum metum hjá stjórnvöldum í Sovétríkjunum og Rússlandi og hann hefur því ætíð verið stuðningsmaður Vladimir Pútín. Það kom því kannski engum á óvart að Karpov sóttist eftir og náði kjöri í neðri deild rússneska þingsins, Dúmunnar, árið 2011.

Óætur spítalamatur

Eins og gefur að skilja hefur skáksamfélagið mikinn áhuga á örlögum goðsagnarinnar Karpov. Þýski skákfréttamiðillinn Chessbase birti í vikunni grein þar sem að farið var yfir málið og reynt að komast að kjarna þess.

Í umfjöllun miðilsins er því haldið fram að viðtalið afdrifaríka (sem blaðamaður hefur reynt finna án árangurs á víðáttum internetsins) sé talsvert eldra enda hefur ófriður geisað í Úkraínu um nokkurt skeið.

Þá kemur fram að eiginkona Karpovs, Natalía, og dóttir hans Sofia, hafi staðfest að Karpov hafi sannarlega slasast illa við þinghúsið. Hann hafi runnið til á svelli og orðið fyrir alvarlegum höfuðáverka auk beinbrota. Þá glímdi hann einnig við lungnabólgu og hefði því þurft að reiða sig á öndunarvél á gjörgæslunni.

Karpov væri þó óðum á batavegi og hefði nú verið fluttur á hefðbundna legudeild á spítalanum og hefði losnað við öndunarvélina. Hann væri þó enn mjög máttfarinn. Skýrasta merkið um að heimsmeistarinn væri óðum að ná fyrri styrk væru þær að hann hefði kvartað yfir því að spítalamaturinn væri nánast óætur og því færði eiginkona hans honum reglulega kjúklingasoð að heiman.

Enn eru þó ekki allir sannfærðir og á samfélagsmiðlum má sjá að margir skákáhugamenn munu engu treysta fyrr en að goðsögnin sjálf tjáir sig eða gefur út yfirlýsingu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus