fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Telja líkur á því að gröf Kleópötru sé fundin í Egyptalandi – Mögulega einn merkasti fornleifafundur seinni tíma

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 10:17

Elizabeth Taylor í hlutverki Kleópötru í samnefndri stórmynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar eru vongóðir um að hafa fundið gröf Kleópötru, drottningu og faróa í Egyptalandi hinu forna. Hún tók við völdum í Egyptalandi, sem meðstjórnandi með föður sínum árið 55 f. Kr., þegar hún var 14 ára gömul og ríkti til dauðadags árið 30 f.kr. eða í alls 25 ár. Ástarsamband hennar við Júlíus Caesar var frægt en með honum eignaðist hún soninn Caesarion.

Þremur árum eftir dauða Caesar kynntist Kleópatra Markúsi Antoníusi, einum valdamesta manni Rómaveldis. Þau eignuðust þrjú börn saman og lýstu sig svo konung og drottningu yfir yfirráðasvæðum sínum í Egyptalandi og austurhluta Rómaveldis sem varð til þess að stríð braust út. Það stríð tapaðist og varð til þess að Kleópatra og Markús Antoníus frömdu saman sjálfsmorð þann 12. ágúst 30 f.Kr.

Kleópatra var þekktasta kona fornaldar og öll ævi hennar er sveipuð mikilli dulúð og rómantík. Fegurð hennar er sögð annáluð og gáfur hennar heillað alla þá sem henni kynntust. Gröf hennar hefur aldrei fundist en í áratug hefur fornleifafræðingurinn Kathleen Martinez, sem starfar við Háskólann í San Domingo, verið sannfærð um að gröf hennar og Markúsar Antoníusar sé undir stórhofi Osiris (Taposiris Magna) sem er nærri hinni fornu borg Alexandríu.

Taposiris Magna

Martinez er sannfærð um að göng undir hofinu  liggi að gröf elskendanna frægu. Göngin eru um 1,5 kílómetrar að lengd og er þeim lýst sem sannkölluðu verkfræðiundri.

Göngin og inngangurinn þau
Göngunum er lýst sem verkfræðiundri

 

Í umfjöllun Daily Mail er haft eftir Martinez að trúin á Osiris hafi snúist um ódauðleikann og að Kleópatra hafi verið sannfærð um að eilíft líf biði hennar og Markúsar ef að þau yrðu grafin saman undir hofinu.

Martinez og teymi hennar uppgötvuðu hin fornu göng en talið er að þau hafi farið í kaf undir Miðjarðarhafinu vegna jarðumbrota og því verið mönnum hulin í rúm þúsund ár.

Þegar hafa fundist ýmsir munir í hofinu og göngunum, meðal annars ýmsir leirmunir, styttur og myntir, sem bera ásjónu og nafn Kleópötru.

Við enda ganganna er Martinez og hennar lið sannfærð um að gröf elskendanna bíði hennar og yrði það sannarlega einn merkasti fornleifafundur seinni ára. Enn er þó mikil vinna framundan áður en úr því fæst skorið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Í gær

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu
Fréttir
Í gær

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað