fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022
Fréttir

Ógnaði lífi sambýliskonu sinnar og ófædda barnsins – Sendi hryllilegt myndband – „Ég skal ofsækja þig allt mitt líf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag, föstudag, dóm héraðsdóms yfir manni sem ákærður var fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni og ófæddu barni annars vegar og gegn samfanga sínum hins vegar. Breytti Landsréttur refsingunni úr 15 mánaða fangelsi í tveggja ára fangelsi.

Maðurinn var meðal annars sakaður umað hafa sent konunni myndband í október árið 2017, sem innihélt hótanir sem voru til þess fallnar að vekja henni ótta um líf sitt og ófædds barns hennar og mannsins, en konan var þá gengin sex og hálfan mánuð á leið. Í myndbandinu sagði maðurinn:

„[A] ég hata þig, ég skal ofsækja þig allt mitt líf fyrir að hafa logið að mér. Ástæðan fyrir því að mér leið svona illa er að þú varst ógeðsleg við mig, ég veit að ég var líka vondur við þig en þú varst ógeðsleg. Þú hélst framhjá mér í byrjun og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur alla mína æfi til að gera líf þitt ömurlegt. Þú ert engan vegin þess virði. Þú ert ógeðsleg. Ég vildi að ég hefði klárað það sem ég var byrjaður á.“

Maðurinn var jafnframt sakfelldur fyrir annað brot gegn konunni sem framið var í nóvember sama ár, en þá var konan gengin átta mánuði með barn sitt og mannsins. Sló hann konuna á andlitið með krepptum hnefa. Um svipað leyti braut hann gegn konunni með eftirfarandi hætti, orðalag upp úr texta héraðsdóms í málinu:

„Fyrir brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, A, kt. […], með því að hafa, mánudaginn 6. nóvember 2017, reynt að opna bakdyrahurð og spenna upp útidyrahurð að […], […], með járn áhaldi, heimili ömmu A, B, kt. […], þar sem A dvaldi greint sinn og hótað henni, þar sem hann stóð fyrir utan húsið, með því að segja að hún væri ógeðsleg, að halda framhjá honum og að hann myndi gera henni lífið leitt það sem eftir væri en A var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra og með háttsemi sinni ógnaði ákærði heilsu hennar, ófæddu barni þeirra og velferð, og var háttsemin til þess fallin að vekja hjá A ótta um líf sitt, hins ófædda barns og ömmu hennar, heilbrigði þeirra og velferð.“

Misþyrmdi konunni á meðan hún hélt á barninu

Ofbeldið hætti ekki eftir að barnið fæddist. Næsti ákæruliður varðar atvik sem átti sér stað þann 9. mars árið 2018. Þá réðst maðurinn á konuna í svefnherbergi þeirra er hún hélt á þriggja mánaða gömlum syni þeirra. Settist hann ofan á konuna, beyglaði fingur hennar og hótaði að brjóta þá. Dró hann síðan konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsinu og hótaði henni ítrekað lífláti. Konan náði að flýja út úr húsinu en maðurinn hélt á eftir henni með hníf í hendi. Felldi hann hana í jörðina, lagði hnífinn að líkama hennar og hótaði henni ítrekað lífláti.

Maðurinn er einnig sakfelldur fyrir að hafa rofið nálgunarbann gegn konunni árið 2018 og sent henni hrinu sms-skilaboða.

Ennfremur var maðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga sinn en árásinni er lýst svo í texta Landsréttar:

„Af málsgögnum verður ráðið að ákærði tók í sundur skæri, setti á sig hanska og festi blöðin af skærunum á hvora hönd sína með úlnliðsströppum. Réðst hann þannig búinn að brotaþola, í því augnamiði að skaða hann. Samkvæmt framburði M læknis fyrir héraðsdómi var eggvopnunum stungið djúpt í hold brotaþola. Bar læknirinn að verr gæti hafa farið ef skærablöðin hefðu farið í slagæð á innanverðu læri brotaþola. Þá mat sama vitni að trúverðugt væri að ákærði hefði stungið skærunum inn að beini. Af því verður ráðið að samkvæmt gögnum málsins var atlaga ákærða að brotaþola alvarleg.“

Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í miskabætur.

 

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna