Karlmaður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal síðdegis í gær. Samkvæmt frétt Vísis, sem fyrst greindu frá, urðu mörg vitni að árásinni þar á meðal börn. Þolandi árásarinnar var flutt talsvert slösuð á spítala en er ekki í lífshættu en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.
Vísir hefur undir höndum tölvupóst sem Helena Katrín Hjaltadóttir skólastjóri Dalskóla, sendi á foreldra barna fyrr í dag. Þar kemur fram að árásin hafi ekki beinst gegn nemendum skólans, starfsfólki né skólanum sjálfur og að talið sé að um einangrað tilvik sé að ræða. Fyrst fór í gang orðrómur um að skotárás hafi verið að ræða en Helena Katrín áréttar að svo var ekki.
Hún segir að starfsfólk Úlfabyggðar, sem er frístundaheimili skólans, hafi brugðist hárrétt við erfiðum aðstæðum og ávalt sé reynt að tryggja öryggi nemenda.
Þá snerti málið tvö börn í skólanum og eru foreldrar beðnir um að sýna nærgætni þegar málið er rætt.
Þeim foreldrum og börnum sem urðu vitni árásinni verður boðið uppá samtal við skólasálfræðing og félagsráðgjafa í skólanum á morgun.