fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla – Börn urðu vitni að árásinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 18:12

Frá Dalskóla Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal síðdegis í gær. Samkvæmt frétt Vísis, sem fyrst greindu frá,  urðu mörg vitni að árásinni þar á meðal börn. Þolandi árásarinnar var flutt talsvert slösuð á spítala en er ekki í lífshættu en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

Vísir hefur undir höndum tölvupóst sem Helena Katrín Hjaltadóttir skólastjóri Dalskóla, sendi á foreldra barna fyrr í dag. Þar kemur fram að árásin hafi ekki beinst gegn nemendum skólans, starfsfólki né skólanum sjálfur og að talið sé að um einangrað tilvik sé að ræða. Fyrst fór í gang orðrómur um að skotárás hafi verið að ræða en Helena Katrín áréttar að svo var ekki.

Hún segir að starfsfólk Úlfabyggðar, sem er frístundaheimili skólans, hafi brugðist hárrétt við erfiðum aðstæðum og ávalt sé reynt að tryggja öryggi nemenda.

Þá snerti málið tvö börn í skólanum og eru foreldrar beðnir um að sýna nærgætni þegar málið er rætt.

Þeim foreldrum og börnum sem urðu vitni árásinni verður boðið uppá samtal við skólasálfræðing og félagsráðgjafa í skólanum á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu