fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segja að einræðisherrann Lukashenko óttist um líf sitt eftir skyndilegt andlát utanríkisráðherrans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. nóvember 2022 15:00

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands lést skyndilega um helgina. Engar skýringar hafa borist á andláti hans en ráðherrann, sem starfaði eitt sinn sem njósnari, glímdi ekki við neinn heilsubrest að því er best er vitað. Í frétt Daily Mail er því haldið fram að Rússar hafi komið Makei fyrir kattarnef vegna þesss að hann hafi verið í leynilegu sambandi við Vesturlönd og hafi barist gegn áhrifum Rússa í Hvíta-Rússlandi. Þá er því haldið fram að forsetinn Aleksandr Lukashenko sé dauðhræddur um líf sitt.

Óljóst er hvernig andlát Makei bar að en einhverjar heimildir herma að hann 64 ára gamli stjórnmálamaður hafi fengið hjartaáfall. Framundan var fundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Póllandi þar sem ráðgert var að Makei myndi mæta og ræða við helstu fulltrúa Vesturlanda en utanríkisráðherra Rússlands, Sergey Lavrov, var bannað að mæta á fundinn.

Leonid Nevzlin, útlægur rússneskur viðskiptamaður og harður andstæðingur Pútín, fullyrðir að Makei hafi verið myrtur að undirlagi Rússlandsforseta. Hann hafi verið heilsuhraustur og að mjög auðvelt sé að eitra fyrir mönnum þannig að það virðist sem svo að þeir deyi úr hjartaáfalli.

Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands lést skyndilega um helgina, 64 ára að aldri. Mynd/Getty

Þá segir Nevzlin að andlát Makei, sem var næst valdamesti maður Hvíta-Rússlands, hafi skapað örvæntingu meðal æðstu stjórnenda landsins.

„Einsræðisherrann Lukashenko er sleginn vegna málsins. Hann hefur fyrirskipað að skipt verði um kokka, þjónustufólk og verði sem annast hann,“ segir Nevzlin. Þá segir hann að einræðisherrann treysti ekki neinum og að  hann hafi fyrirskipað að börn sín fái meiri vernd.

Segir Nevzlin að hið meinta morðið á Makei hafi verið til þess að senda skýr skilboð og sjá til þess að stemma stigu við viðræðum Hvíta-Rússlands við Kína og Vesturlönd.

Fleiri eru á sömu skoðun og Nevzlin en í sömu frétt er haft eftir rússneska stjórnarandstæðingnum Lev Shlosbert að það væri allt að því ómögulegt að ímynda sér að dauða Makei hafi borið að með náttúrulegum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“